Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 45
MORGUNN
123
stara á kaffikorginn komi manni í raun og veru í það ástand,
að hann verði skyggn. — ÞyS.
Eitt af því fyrsta, sem ég man eftir, og þá vakli furðu mina,
var samtal, sem ég hlustaði á heima. Ég var þá sex ára gömul.
Ein af beztu vinkonum mömmu kom í heimsókn og þær voru
að skrafa saman. Þá heyri ég, að mamma segir, og kvíði og
hræðsla lýsti sér í röddinni:
„Nei! Ég hef ekkert frétt af John. Það fer ekki hjá þvi, að
eitthvað er að. Ég vildi óska að mig gæti dreymt hana mömmu
mína. Ég hef revnt af öllum mætti að seiða hana fram i draumi
eða vöku. En mér hefur ekki teki/.l. það, þó ég þrái það heitar
nú en nokkru sinni áður“.
Samúð og skilningur kom ótvírætt i ljós í svip vinkonu
nióður minnar. Hún skildi þetta mætavel. En ég var bara
stelpukrakki og grúfði mig hljóð yfir bókina mina, en var þó
þessa stundina ekkert nema eyru, þó fullorðna fólkið veitti mér
enga athygli. Ég gat ekki annað en verið að velta því fyrir
niér, að elsku mömmu minni liði illa og væri svona hrædd og
kvíðin. Pabbi minn, John, var á ferðalagi. Við höfðum átt von
a honum heim fyrir mörgum vikum, en hann var ókominn
enn. Ég hafði 1il þessa ekki gerl mér grein fyrir því, að þessi
langa fjarvera pabba væri á nokkurn hátt varhugaverð. Nii
datt mér i hug, að það hefði sennilega verið af hlífð við mig,
barnið, að ekki hafði verið látið á neinu bera.
Ég gat ekki hætt að hugsa um það, að mömmu langaði svona
afskaplega mikið til þess að dreyma mömmu sína. Og nú þótt-
ist ég líka skilja, að þarna væri ástæðan fyrir þvi, að mamma
hafði svo sjaldan leikið við mig upp á síðkastið og að stundum
kafði ég séð augu hennar full af tárum. Og nú óskaði ég einskis
heitar, en að hún fengi ósk sína uppfyllta, svo að hún yrði aft-
Ur glöð og léki sér við mig á ný.
Eg var að velta þessu fyrir mér næstu dagana og því, hvern-
eg gæti huggað mömmu og hjálpað henni, því hún var að
verða guggnari og útlitsdaufari með hverjum degi. Þá er það
Clnn morgun að hún er snemma á fótum og óvenjulega glöð