Morgunn - 01.12.1970, Page 53
MORGUNN
131
hjalla var sjáanleg, sem hægt væri að hringja. Þegar Evelyn
íór niður, var ég að velta þvi fyrir mér, hvort hún mundi fá
nokkuð heitt að drekka. Henni hefði sannarlega ekki veitt af
því eins og veðrið var kalt og hráslagalegt. En þetta var nú má-
ske allt afsakanlegt. Mikið að gera, margir gestir og við í raun
og veru ekki annað en réttar og sléttar skólastelpur.
Ég var krókloppin og blá af kulda, þegar ég staulaðist niður
í matsalinn. Þar sat liúsbóndinn aleinn, þyrkingslegur lög-
Uæðingur, og var að háma í sig leifar af morgunverðinum.
„Góðan daginn!“ sagði hann, ekki óvingjarnlega, en þó stutt-
ur i spuna. „Reyndu að bjarga þér“, og hann benti mér á fá-
einar sneiðar af steiklu fleski á fati. „Hér gengur allt á tré-
fótum eins og vant er“, tautaði hann um leið og hann stóð
upp frá borðinu og fór út.
Ég sat þarna alein eftir við borðið, óralengi að mér fannst.
Loks tók fólk að tínast inn, en enginn þeirra yrti á mig. Sonur
hjónanna var sá eini, sem gaf sig á tal við mig og reyndi að
Vera viðfelldinn og almennilegur. En móðir hans hafði auga
Uieð honum og var fljót að kalla á hann. Eg var þarna eins og
Lísa í Undralandi og varð þeirri stund fegnust, þegar haldið
var af stað til samkomuhússins. Þar var gengið að því að raða
kaffiboi’ðum og búa undir samkomuna, sem brátt skyldi hefja,
en hún stóð í tvo daga.
„Þú vildir kannske hjálpa okkur ofurlítið til“, sagði dóttir
lijónanna við mig, „þó þú sért nú sjálfsagt ekki vön því að
^eggja á borð“, bætti hún við.
Ég kvaðst skyldi gera hvað ég gæti.
Móðir hennar kom að i þessu, sagði dóttur sinni að fara.
Síðan sagði hún fremur kuldalega en þó með forvitnihreim í
Mddinni:
„Hafið þið gott upp úr þessari atvinnu?“
„Hvaða atvinnu?" spurði ég hissa og botnaði ekki neitt í
neinu.
»»Nú! Hafið þið ekki þennan lófaleslur að atvinnu til að
græða á — eða hvað?“