Morgunn - 01.12.1970, Síða 67
MORGUNN
145
um, og ef við viljum í raun og veru bjarga æskunni frá því að
lenda í argari villu en við erum sjálf stödd i, þá verðum við að
hafa dug til þess að líta upp, upp þangað, sem hugsjónirnar
lýsa og hin hæstu takmörk blasa við.
Við verðum að geta bent æskunni á hærri hugsjónir en við
erum sjálf. Og við verðum að gera meira. Við verðum að sýna
það í verki, að við metum þær og viljum eitthvað á okkur leggja
þeirra vegna. Okkur verður að skiljast fánýti og skaðræði þess
að skipast i lokaða hringi um stundarhag og forréttindi þeirra
fáu, sem í hringnum standa og verja þetta í lif og blóð, án til-
lits til hinnar stóru heildar. Við verðum að sækja fram til
stærri markmiða og hærri hugsjóna. Með því eina móti að við
gerum okkur ljóst, að framtíðarvegurinn liggur ekki í hringi
utan um lágkúruleg hagnaðarsjónarmið, heldur áfram og upp
til heillandi hugsjóna, hærri markmiða og þroska andans, og
sýnum til þessa einlæga viðleitni í verki, getum við rétt æsk-
unni þá öi*vandi hönd, sem hún metur og vill taka í, þá hönd,
sem henni er nú meiri og brýnni þörf á að finna en nokkru
sinni fyrr.
Sveinn Víkingur.
10