Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 72

Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 72
150 MORGUNN komst í eitthvert ástand á milli svefns og vöku og leið undur- samlega vel. Ég fann, fremur en sá, Jónas birtast mér. Hann var dálitið glettnislegur á svipinn, er hann leit til mín, rétt eins og hann vildi segja: „Bíddu bara við. Við skulum sjá, hvað ég get gert“. Upp úr þessu móki eða leiðslu hrekk ég við það, að siminn hringir. f fyrstu ætlaði ég ekki að geta áttað mig á hvar ég var stödd, né hvað tímanum leið. En brátt kom ég til sjálfrar mín, svaraði í símann og furðaði mig á því, að nokkur skyldi hringja til min svona seint, því klukkan var farin að ganga tólf. f sím- anum var kunningjakona mín. Og hún segir við mig alveg for- málalaust: „Viltu koma á fund með okkur hjá Hafsteini annað kvöld?“ Ég varð svo undrandi á þessu óvænta boði, að mér varð bein- línis svarafátt i bili. Mér varð hugsað til þess, sem fyrir mig hafði komið rétt áður, á meðan ég lá í sófanum. Brátt hafði ég þó rænu á því að þakka fyrir mig. Kvöldið eftir fór ég á fundinn hjá Hafsteini. Við hliðina á miðlinum var auður stóll, en næst við hann sat ég. Allan tím- ann fannst mér Jónas sitja í þessum stól. Og raunar fékk ég sönnun fyrir því í fundarlokin. Fundurinn tókst mæta vel, og fekk ég þar ýmsar sannanir, sem erfitt er að hrekja. Að fundi loknum bauð einn fundarmanna að aka okkur heim. Þegar við vorum setzar í bílinn, segir konan, sem hringdi til min kvöldið áður: „Hvað var eiginlega að þér í gærkveldi? Það var eins og þú værir ekki í þessum heimi“. Sagði ég henni þá frá því, sem fyrir mig hafði komið. Kona þessi, Elin Runólfsdóttir, sagði mér þá frá því, að dóttir sin hefði fengið loforð hjá Hafsteini um fund þetta kvöld, og hcfði hún leyft, að hún mætti velja fundargestina. Kvaðst konan hafa gert þetta þegar í stað. En á sunnudagskvöldið til- kynnti einn þeirra, að hann gæti ekki komið. Kvaðst konan þá hafa ákveðið að hringja til konu, sem hún vissi að þráði mjög að komast á fund, en hefði þá skyndilega fundið eins og hún væri beinlínis knúin til þess að hringja heldur til mín og bjóða mér seetið. Og það gerði hún klukkan að ganga tólf um kvöldið,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.