Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 72
150
MORGUNN
komst í eitthvert ástand á milli svefns og vöku og leið undur-
samlega vel. Ég fann, fremur en sá, Jónas birtast mér. Hann
var dálitið glettnislegur á svipinn, er hann leit til mín, rétt eins
og hann vildi segja: „Bíddu bara við. Við skulum sjá, hvað ég
get gert“.
Upp úr þessu móki eða leiðslu hrekk ég við það, að siminn
hringir. f fyrstu ætlaði ég ekki að geta áttað mig á hvar ég var
stödd, né hvað tímanum leið. En brátt kom ég til sjálfrar mín,
svaraði í símann og furðaði mig á því, að nokkur skyldi hringja
til min svona seint, því klukkan var farin að ganga tólf. f sím-
anum var kunningjakona mín. Og hún segir við mig alveg for-
málalaust:
„Viltu koma á fund með okkur hjá Hafsteini annað kvöld?“
Ég varð svo undrandi á þessu óvænta boði, að mér varð bein-
línis svarafátt i bili. Mér varð hugsað til þess, sem fyrir mig
hafði komið rétt áður, á meðan ég lá í sófanum. Brátt hafði ég
þó rænu á því að þakka fyrir mig.
Kvöldið eftir fór ég á fundinn hjá Hafsteini. Við hliðina á
miðlinum var auður stóll, en næst við hann sat ég. Allan tím-
ann fannst mér Jónas sitja í þessum stól. Og raunar fékk ég
sönnun fyrir því í fundarlokin. Fundurinn tókst mæta vel, og
fekk ég þar ýmsar sannanir, sem erfitt er að hrekja. Að fundi
loknum bauð einn fundarmanna að aka okkur heim. Þegar við
vorum setzar í bílinn, segir konan, sem hringdi til min kvöldið
áður: „Hvað var eiginlega að þér í gærkveldi? Það var eins og
þú værir ekki í þessum heimi“. Sagði ég henni þá frá því, sem
fyrir mig hafði komið.
Kona þessi, Elin Runólfsdóttir, sagði mér þá frá því, að dóttir
sin hefði fengið loforð hjá Hafsteini um fund þetta kvöld, og
hcfði hún leyft, að hún mætti velja fundargestina. Kvaðst
konan hafa gert þetta þegar í stað. En á sunnudagskvöldið til-
kynnti einn þeirra, að hann gæti ekki komið. Kvaðst konan þá
hafa ákveðið að hringja til konu, sem hún vissi að þráði mjög
að komast á fund, en hefði þá skyndilega fundið eins og hún
væri beinlínis knúin til þess að hringja heldur til mín og bjóða
mér seetið. Og það gerði hún klukkan að ganga tólf um kvöldið,