Morgunn - 01.12.1970, Side 76
154
MORGUNN
lesendur Morguns munu hafa sérstakan áhuga á að fá vitn-
eskju um. 1 hópi þeirra hóka, sem mér þegar hafa borizt i
hendur — fleiri kunna að vera á leiðinni, vil ég get um tvær
að þessu sinni.
Elinborg Lárusdóttir:
Hvert liggur leiðin?
Þetta er þriðja bók hinnar þjóðkunnu skáldkonu og þekkta
rithöfundar um sálræn fyrirbæri og reynslu hennar sjálfrar á
því sviði, sem út hafa komið á síðustu árum. Bók hennar: Dul-
rænar sagnir hirtist 1966, og önnur, sem hún nefnir: Dulræn
reynsla min, árið 1967, en áður hafði hún ritað fjórar bækur
um þessi efni. 1 þessari bók segir hún frá kynnum sínum við
fjóra íslenzka miðla og birtir fjölda frásagna, sem ekki hafa
verið áður kunnar, í sambandi við dulgáfur þeirra. Þar er sagt
frá fyrirbærum, sem mörgum kunna að virðast furðuleg og
ótrúleg að órannsökuðu máli og jafnvel fjarstæða þeim, „sem
hugsa með augunum: „Hvernig er það litt?“ eins og þjóðskáld-
ið Matthias kemst að orði. En greindum manni og hugsandi
hljóta margar frásagnirnar að verða alvarlegt íhugunarefni
vegna þess, að þær benda honum út yfir „hringinn þröngva“
og opna sýn inn á þau svið, sem eru handan hins áþreifanlega
og hversdagslega veruleika, en er okkur þó vafalaust meira virði
að kynnast vegna þess að þau standa innsta eðli okkar nær og
eru svo nátengd spurningunni miklu um það, hvað við í raun
og veru erum og hvað okkur er ætlað að verða. Það skaðar að
vísu ekki að vita hvaða grjót er í tunglinu. En hitt hygg ég þó
að skipti öllu meira máli, að reyna að þekkja sjálfan sig, þau
öfl og þá hæfileika, sem ósýnilegir búa í okkur sjálfum, þvi það
eru þeir, sem raunverulega ráða þroska okkar, athöfnum og
liugarstefnu og um leið hamingju okkar og velferð, bæði þessa
heims og annars.
Þeir miðlar, sem frú Elinborg segir frá í þessari bók, eru:
Andrés Böðvarsson, f. 4. sept. 1896, d. 29. jan. 1931.
Margrét Thorlacius frá öxnafelli, f. 12. apríl 1908.
Kristín Kristjánsson, f. 7. nóv. 1888, d. 24. apríl 1962, og
i