Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 82
Fræðslukvöld í Neskirkju í Reykjavík
Séra Jón Thorarensen hefur beitt sér fyrir þeirri athyglis-
verðu nýbreytni að efna til tveggja fræðslukvölda i sóknarkirkju
sinni, Neskirkju í Reykjavík, til þess að kynna mönnum sálar-
rannsóknirnar, dulræn fyrirbæri og reynslu, svo og viðhorf
spíritismans til lífsins í ljósi þeirra rannsókna og reynsluþekk-
ingar, sem fyrir hendi er, og eindregið benda til framhalds lífs-
ins eftir líkamsdauðann og sambands við látna vini. Samkomur
þessar voru haldnar dagana 6. og 13. nóvember s. 1., og var hin
stóra kirkja þétt skipuð áheyrendum i bæði skiptin.
Auk ávarps sóknarprests voru flutt þrjú erindi hvort kvöldið,
en á milli þeirra var hljóðfæraleikur og söngur, er söngstjóri
kirkjunnar, Jón Isleifsson, sá um. Fyrra kvöldið voru þessi er-
indi flutt:
Séra Sveinn Vikingur talaði um sálina og framhaldslifið, Haf-
steinn Björnsson miðill sagði frá dulrænni reynslu sinni og sýn-
um, einkum á bernsku- og unglingsárunum, og Ævar R. Kvar-
an leikari flutti erindi um endurholdgunarkenninguna.
Síðara kvöldið flutti frú Aðalbjörg Sigurðardóttir erindi er
hún nefndi: Frá trúarreynslu minni. Matthías Jóhannessen
ritstjóri og skáld talaði næstur og nefndi erindi sitt: Hugleið-
ingar leikmanns í kirkju. Síðasti ræðumaður þessa kvölds var
Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður. Ræddi hann um dul-
ræn fyrirbæri og sagði frá reynslu sinni á því sviði.
Hin afarmikla aðsókn að erindum þessum sýndi ljóslega,
hversu mikiR og almennur áhuginn er á þessum málum. Fólkið
beinlínis þyrstir í fræðslu um þessi málefni. Var auðfundið, að
menn voru sóknarprestinum þakklátir fyrir það að hafa gengizt
fyrir þessum fræðslukvöldum. Kann þetta ef til vill að verða til
þess, að fleiri frjálslyndir og víðsýnir prestar liér á landi kunni
góðu heilli að stuðla að aukinni fræðslu um þessi mál.