Morgunn - 01.06.1980, Síða 13
DULARFULLI SKUGGINN . .
11
störf. En yfir fortíð hans hvílir þó einn skuggi sem sumir
töldu að myndi ríða honum að fullu sem stiórnmálamanni
á sinum tíma, þótt reynslan hafi nú leitt annað i ljós.
Engu að síður hvilir enn dularfullur skuggi yfir vissu at-
viki i fortíð þessa greinda manns og telja margir að sannleik-
urinn í því máli sé enn ekki kominn í ljós, því framkoma
Edwards eftir þennan atburð var vægast sagt tortryggileg.
Ekki er ólíklegt að ættsmærri maður hefði ekki verið látinn
sleppa jafnvel út úr því máli og Edward Kennedy. Ég mun
nú i stuttu máli rifja upp nokkur atriði i þessu fræga máli
sem vakti gífurlega athygli, ekki einungis um öll Bandarikin
heldur víða um heim.
Kona var nefnd Mary Jo Kopechne. Hún hafði þegar orðið
hugfangin af stjómmálum sem skólatelpa i New Jersey. Og
eflir að hún fékk atvinnu í höfuðborginni, Washington, gekk
hún í hóp ungra kvenna, sem voru aðdáendur Roberts Kenne-
dys, og vann fyrir þann stjórnmálamann af miklum krafti.
Unnu stúlkurnar meðal annars að því að safna stjórnmálaleg-
um upplýsingum fyrir forsetaefnið.
I^ann 18. júlí 1969 var hún, ásamt fimm öðrum stúlkum
úr þessum hópi boðin til skemmtihátíðar hjá Edward Kennedy,
sem með hópi ýmissa vina sinna hafði komið sér fyrir í kofa
á Chappaquiddickeyju.
Hvað þar gerðist varð síðar efni alls konar orðróms og um-
tals alla tíð síðan.
Það eina sem talið hefur verið víst var, að um miðnætti
hafi Mary Jo verið í aftursætinu í svarta Oldsmobilebílnum
öldungadeildarmannsins þegar hann steyptist af mjórri tré-
brú sem var á leiðinni að afskekktri strönd á meginlandinu,
þar sem bæði höfðu herbergi i hóteli nokkru.
En illrætnar tungur í Washington báru það út að Mary Jo
hefði verið ófrísk og lát hennar hefði ekki verið nein tilviljun
og að foreldum hennar hefði verið mútað til þess að þegja.
Krufning á liki hennar fór ekki fram, rannsóknarrétturinn
komst ekki að neinni niðurstöðu og rannsókn á vegum kvið-
dóms endaði eftir aðeins þriggja klukkustunda vitnisburð. Sá