Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 24

Morgunn - 01.06.1980, Side 24
22 MORGUNN og að fólk vilji ekki skilja þetta og sumir halda því fram að ekki sé til líf eftir þetta líf. íig hef einnig orðið vör við að það er eins og fólk sem orðið hefur fyrir dulrænni reynslu, vilji ekki tala um það af ótta við að verða fyrir aðkasti fólks. Það er hins vegar vissa mín, að ekkert sé að óttast í þessu sambandi, ef maður hyggir þetta á góðum grundvelli — á bjargi, en ekki möl. „Heilir og sælir heldri menn . . .“ — Nú sérZ þú sýnir. Getur þu greint frá því hvers eSlis þessar sýnir eru? — Ég man sérstaklega eftir einni sem ég sá nú á aðfanga- dagsmorgun. Ég var gestkomandi í húsi hér í Reykjavík, og allt í einu hurfu mér allir veggir og ég sá undurfagra flug- vél koma í áttina til mín. Ég var glaðvakandi, og ég sá að það voru sex menn í flugvélinni, sem var fögur eins og regnbog- inn. Allir þeir sem voru í vélinni voru framliðnir stjómmála- menn og einn þeirra, sem hafði orð fyrir þeim talaði við mig og bað mig fyrir þau skilaboð, að ef menn töluðu saman af meiri einlægni og bróðurhug, þá gengi betur að finna lausn á þeim vandamálirm sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Þessi maður sem talaði við mig er einn af frægustu íslensku stjórnmálamönnum sem uppi hafa verið, og áður en flug- vélin hvarf á braut þá hvað hann þessa vísu: Heilir og sælir heldri menn við höfum á ykkur gætur þið eruð að rífast áfram enn alla daga og nætur. — Vísan var að vísu nokkuð lengri, en niðurlagið man ég því miður ekki í augnablikinu, en ég á þetta allt saman skrifað niður einhvers staðar.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.