Morgunn - 01.06.1980, Page 25
VIÐTAL VIÐ SIGURRÓSU JÓHANINSDÓTTUR
23
„Svíf út úr líkamanum“.
— Þú heldur e. t. v. að þdS vœri rdS fyrir stjórnmálamenn-
ina að fara á miSilsfund til þess aS ráSa fram úr vandanum?
— Þeir myndu hafa gott af því, en ég býst ekki við því
að þeir hafi mikinn áhuga á þessum málum.
— Þú ert sem sagt ekki áncegS meS þróun mála?
— Nei, ég held að þetta stafi bara af illum hvötum, sem
þurfi að kveða niður áður en ástandið versnar enn.
— Eru mennirnir aS versna?
— Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú, að trúin sé að
minnka. Bömum er ekki kennt að trúa eins og hér áður fyrr
og nú er svo komið að trúin er bara orðin eins og gamlar
kerlingabækur í augum margra. Hættan væri minni, ef trúin
væri notuð eins og áður.
— Nú ferS þú sálförum, þ. e. a. s. ferS út fyrir líkamann.
Hvernig gerist þdð?
— Venjulega er húið að hafa samband við mig áður og
búa mig undir þetta. Þegar ég er tilbúin þá kemur til mín
ung vera og ég svíf með henni út úr líkamanum — á stað
þar sem eru yndislegar byggingar. Þegar á leiðarenda er
komið spyr veran mig við hvem ég vilji ræða og þá bið ég
venjulega um mína nánustu eða læknana sem ég stend í sam-
bandi við.
„Margir eru Iirelldir, sem frá jörðiiini koma“.
— Mundir þú segja dS þetta vœri himnaríki sem þú ert í?
— Á þessum stað em fagrar byggingar og fagurt lands-
lag. Alltaf sól og birta og svo eru notuð þar sjúkrahús og skól-
ar alveg eins og hér á jörðunni, en á allt öðm sviði. Ég veit
að mörgum kemur til með að finnast þetta skrýtið að þarna
seu sjúkrahús, en staðreyndin er bara sú að það eru svo
margir hrelldir sem koma héðan af jörðinni, að þeir Jmrfa
mikillar aðhlynningar við. Þetta á sérstaklega við um þá sem
tekið hafa lífið af sér sjálfir. Þeir hafa átt ógurlega erfitt