Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 30

Morgunn - 01.06.1980, Side 30
28 MORGUNN að fólk væri líklega blátt áfram orðið leitt á predikunum yfirleitt. Þetta leiddi til þess að ungur guðfræðinemi bar fram þá tillögu, að predikanir væru felldar niður með öllu og fremur lögð áhersla á tónlist. Þessi tillaga fékk þó ekki byr. II. Sunnudaginn þann 20. janúar sl. birti dagblaðið Tíminn merkilegt viðtal við konu á níræðisaldri, sem náð hefur mikl- um árangri á langri ævi í huglækningum og lýsir hún þess- ari sálrænu reynslu sinni og þeim merkilega árangri sem hún hefur náð með heitingu þessa dásamlega hæfileika síns. 1 tilefni af þessu viðtali hringdi blaðamaður Tímans til mín til þess að fræðast eitthvað nánar um huglækningar hér- lendis yfirleitt og árangur þeirra. Sagði ég honum sitt af hverju um þetta efni og jafnframt að ég teldi að kirkjan hefði hrugðist í skilningi sínum á þessum málum og sálarrann- sóknum yfirleitt í stað þess að beita þessari þekkingu í þágu kristinnar trúar. Þann 27. janúar er svo ein af setningunum úr þessu blaða- viðtali mínu við Tímann á fremstu síðu blaðsins, þ. e. setn- ingin: „Kirkjan hefur algjörlega brugðist". Hinir klóku blaðamenn Tímans láta ekki þar við sitja, held- ur bera þessa fullyrðingu mína upp við tvo höfuðklerka þjóð- kirkjunnar og hafa þeir nú báðir látið uppi álit sitt á þessu. Fyrri til svars varð sonur sjálfs biskupsins, séra Karl Sigur- bjömsson í Tímanum þann 2. febrúar sl. og daginn eftir kom svo svar séra Árna Pálssonar, sóknarprests í Kársnes- sókn í Kópavogi. Báðir látast þeir ekki skilja hvað ég á við með „kirkjunni“ og upplýsa mig um það, að kirkjan sé ekki bara prestarnir, heldur allir skírðir menn, söfnuðir kristinna manna. Ekki veit ég hvernig þessir menn hafa lesið mannkynssöguna, ef þeir hafa lagt þennan skilning í orðið „kirkjan“, þar sem það er notað. Eða halda þeir, að þar sem getið er um ofbeldis-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.