Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 36

Morgunn - 01.06.1980, Page 36
ÞORGRÍMUR ÞORGRlMSSON, RITARI S.R.F.I.: UM BÆNINA Hvernig þú átt áö nota hugarorku þína heitir lítið kver, sem skrifað er af Lilian Davies, undir innblæstri frá flokki anda- vera undir leiðsögu veru, sem kallar sig Josephus. Kafli 13 fjallar um bænina og leyfi ég mér að grípa inn i hann, en þar segir svo: Hvað viðvikur Þróunarhringum þá verður að leggja sér- staka áherslu á þýðingu bænarinnar. Það er að segja bænir fyrir öðrum. Bænin eins og hún snýr að ykkur er form hugsunar. En eins og hún snýr að okkur eða andaheiminum er bænin kraft- mikið afl, sem getur komið góðu til leiðar. Til eru mörg bænar- form. Þar er hin auðmjúka bæn til hins hæsta höfuðsmiðs um þá hluti, sem þig vantar. Slik bæn getur haft á sér tvennskonar mynd eða form, hin hreinlega eigingjarna bæn sjálfsfullnægju og hinsvegar sú bæn, þegar beðið er fyrir öðrum, þeim sem þið þekkið eða þeim, sem þið þekkið ekkert til. Yið hérnamegin vitum að ykkur er nauðsynlegt að þið hafið ykkar brýnustu þarfir, svo sem þak yfir höfuðið, fæði og klæði. Þið hafið komist að því, að þessa hluti er 'hægt að hljóta án bæna, „Því Ahnættið þekkir þarfir yðar“. Því ef þið lifið líf- inu í samræmi og friði við Guð og menn, þá hljótið þið þessa hluti af sjálfu sér. Bæn fyrir öðru fólki er af allt annarri sveiflu eða tíðni og hefur ýmsan svip. Það er bænin fyrir heilbrigði, bænin fyrir friði, bænin fyrir þjóðum heims, bænin fyrir almennum mann- réttindum. Allar þessar bænir eru manninum nauðsynlegar. Þegar þið

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.