Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 44

Morgunn - 01.06.1980, Side 44
42 MORGUNN Ráðstefna í Háskóla Islands um dulsálarfræði Dagana 13.—14. ágúst nk. verður haldin í Háskóla Islands árleg ráð- stefna Parapsychological Association sem er alþjóðlegur félagsskapur manna sem starfa að vísindalegum rannsóknum á dulræn- rnn fyrirbærum. Ráðstefna þessi fer fram á ensku og munu sækja hana flestir helstu fræðimenn og vísindamenn á þessu sviði. Venjulega sækja þessar ráðstefnur á annað hundrað manns. Þeim sem skilja ensku veitist hér gott tækifæri til þess að fylgjast með þessari ráðstefnu, því almenningi er heimill aðgangur að henni. Sjóður til rannsókna á :lulsálarfræði Stofnaður var fyrir nokkrum árum í Háskóla íslands sjóður til að kosta kennara í dul- rænum fyrirbærum hér á landi. Þetta starf er þegar hafið með útgáfu bókar dr. Erlends Haraldssonar dulfræðings ÞESSA HEIMS OG ANNARS, sem greinir frá könnunum á dulrænni reynslu Islendinga, trúarviðhorfum og þjóðtrú. Á öðrum stað í þessu hefti er greint nánar frá þessum sjóði og tilgangi hans. Ég vil aðeins i þessu sambandi hvetja þá sem áhuga hafa á vísindalegum rannsóknum þessara mála hér á landi eindregið til þess að styrkja þennan sjóð eftir bestu getu, því Islendingar eru mjög sálræn þjóð og okkur ætti öllum að vera það áhugamál að það verði rannsakað á vísindalegan hátt. Viðbót við efnisyfirlit MORGUNS I þessu efti timarits okkar hirtist fram- hald efnisyfirlits þess sem Eggert Briem hafði gert um efni MORGUNS allt frá upphafi 1920 til 1969. Samkvæmt beiðni minni hefur Þorgrímur Þorgrímsson, ritari SRFl nú hætt við þetta efnisyfirlit framhaldinu fram á þetta ár. Ætti þetta að vera söfnurum og þeim öðrum sem haldið hafa saman þessu tímariti fagnaðarefni, því með þessum hætti verður það miklu betra heimildarrit

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.