Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 56

Morgunn - 01.06.1980, Side 56
54 MORGUNN Þessi bók f jallar einnig um sálrænar lækningar og endar með kafla um veruleikann utan okkar sjálfra. Bókin er skrifuð af mikilli samviskusemi og fylgir henni skrá yfir 52 heimildarrit. Eins og margar góðar bækur sem um þessi efni fjalla, sam- einar þessi bók það að fræða okkur í senn um hina dular- fyllstu eiginleika mannssálarinnar og er jafnframt svo spenn- andi aflestrar að mjög er erfitt að leggja hana frá sér fyrr en lestri hennar er lokið. Það er mikill kostur á bókinni, að hún er íslenskuð af sama ágæta þýðanda og bauð okkur LlFIÐ EFTIR LlFIÐ eftir Moody 1977, Ólafi H. Einarssyni. I nokkrum ábendingarorðum í upphafi greinir þýðandi okkur frá því hvemig hann hafi þýtt Extra-Sensory Percept- ition (venjulega skammstafað ESP) með íslenska orðinu dul- hœfni, og sé ég ekki betur en þama sé vel að orði komist. Enn fremur gerir hann lesendum grein fyrir hvemig hann hefur íslenskað orð, sem höfundar bókarinnar nota talsvert, en það er orðið paranormal, en það þýðir Ólafur með íslenska orð- inu eðlisdulið og færir fyrir því rök. Hins vegar rakst ég á í þýðingunni á orðin að efnisgerast og efniseyðast og er ég ekki fyllilega ánægður með þau. Ég hef að vísu ekki haft bókina á frummálinu í höndum, en geri ráð fyrir að hér sé verið að þýða ensku orðin materíalze og dematerialize. Hvemig væri að þýða þau með orðunum efn- ast og afefnast? Enskan á ágætt orð yfir þá sem stundum em á íslensku kallaðir huglæknar. Það er orðið healer. Það þýðir Ólafur með íslenska orðinu græðari. Betra fyndist mér að nota orðið grceSir (beygist eins og læknir). En hvað sem mönnum kann að finnast um þessi smáatriði, þá er þýðing Ólafs mjög góð, eins og vænta mátti af honum og bókin öll hin læsilegasta. Þeim sem áhuga hafa á dulhæfni mannsins er eindregið ráðið að lesa hana. Ég þakka einnig Guðjóni Elíassyni forstjóra Víkurútgáfunnar fyrir að halda áfram með þessum ágætu bókum sem auka þekkingu okkar og víðsýn í þessum mikilvægu efnum.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.