Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 58

Morgunn - 01.06.1980, Side 58
56 MORGUNN unga fólkinu frá hinum raunverulegu velgerðarmönnum mannkynsins á kostnað herjöfranna, þótt miklum breytingum hafi stundum valdið. Er það gert? Svari þeir sem best vita. Meðal annars af þessum ástæðum, er eðlilegt að fagna bók sem fjallar um hina miklu hugsuði mannkynsins og þau gíf- urlegu áhrif sem þeir hafa haft á hugsunarhátt okkar allra. Það fer ekki mikið fyrir nöfnum þessara mikilmenna á síðum þeirrar mannkynssögu sem kennd er í skólum okkar. Þar eru hemaðarsérfræðingarnir hin miklu nöfn. Þessi bók Gunnars Dal HEIMSPEKINGAR VESTUR- LANDA er í rauninni saga hugsunarinnar á Vesturlöndum, því hún greinir frá þeim sem dýpst hafa hugsað um mann- lífið til þess að reyna að gera okkur nánari grein fyrir þvi hvað við erum, hverjir við erum og hvort nokkur tilgangur sé yfirleitt með lífi okkar hér á þessum hnetti. Eins og nærri má geta er stórfróðlegt að kynnast niðurstöðum þessara vitru manna. Þeir neyða okkur til þess að fara að hugsa eitthvað út yfir dæguramstrið og þá miklu baráttu sem það kostar að lifa á þessari jörð. Lestur slíks rits sýnir okkur einnig berlega, hvemig við höfum orðið fyrir áhrifum frá hugsunum þess- ara merku manna, þótt við höfum ekki haft hugmynd um það. Menn þeir sem um er fjallað í þessari bók em því margir hverjir sannkallaðir örlagavaldar, því það er hægt að skapa mönnum örlög með öðrum hætti en að leggja undir sig þjóð- ir með hervaldi. Þama fáum við hluta þeirrar miklu menn- ingarsö^u sem okkur er svo nauðsynleg til þess að geta betur áttað okkur á lífinu. Hér er greint frá vestrænum heimspekingum og kenning- um þeirra, tuttugu og fimm að tölu, allt frá Ágústínusi kirkjuföður til Jean-Paul Sarte, en þá aðskildu sextán hundmð ára reginhaf umbrota og aldahvarfa í andlegu lífi vestrænn- ar menningar. Gunnar Dal hefur skrifað mikið um heimspeki. Af ritum hans um þetta efni man ég til dæmis eftir þessum bókum: Sókrates, 1957, Sex indversk heimspekikerfi 1962, öld Sókra- tesar 1963, Indversk heimspeki 1972, Grískir heimspekingar,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.