Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 59

Morgunn - 01.06.1980, Page 59
BÆKUH 57 1975, Existentialismi 1977 og svo að lokum þetta mikla rit Heimspeki Vesturlandi, 1979, sem er 260 bls. að stærð. Gunnar hefur unnið hið þarfasta verk með þessum ritum og þannig veitt öllum Islendingum aðgang að hugsun þeirra miklu andans manna, sem heimspekin hefur verið kennd við. Þessi síðasta bók er svo merkilegt rit, að ég tel sjálfsagt að nota liana til kennslu i öllum æðri skólum landsins. Það sem gerir hana sérstaklega vel til þess fallna er það hve vel hún er skrifuð. Það hlýtur að vera ýmsum vandkvæðum bundið að skrifa um heimspeki svo hverjum lesanda sé efnið vel ljóst, skiljanlegt og opið. Þetta hefur Gunnari tekist með eindæmum vel. Þessi bók er frábærlega vel skrifuð. Það skiptir eigi alllitlu máli þegar skrifað er um efni, sem flestir myndu telja að hlyti að vera allþurrt aflestrar, að þar haldi góður rithöfundur á penna. Mikilvæg þekking getur farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki ef ekki er sagt frá á lifandi, glöggu og ljósu máli. En það er einmitt það sem einkennir þessa bók. Þótt hún fjalli víða um flókin viðfangsefni mannsandans er unun að lesa hana, og það verður því miður ekki sagt með sanni um margar bækur sem ætlaðar eru íslenskum námsmönnum til lestrar. Hér hefur tekist að skrifa um mikilvæg mál á þann hátt, að til fyrirmyndar hlýtur að teljast. Enda hefur Gunnar Dal fyrir löngu sýnt það og sannað, að hann er hinn ágætasti rithöfundur. Ég fagna því allshugar þessari ágætu bók og færi Víkurút- gáfunni þakkir fyrir. MIÐILSHENDUR Einars á Einarsstöðum. Erlingur Daviðsson, skráði. Bókaútg.: Skjaldborg, Akureyri. I tískublaðinu LlF birtist nýlega stutt viðtal við herra Sig- urbjörn Einarsson biskup um hæfileika breska miðilsins Joan Reed til þess að lækna sjúkt fólk, sem ekki hefur fengið bata

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.