Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 62

Morgunn - 01.06.1980, Page 62
60 MORGUNN lækningar, að reist yrði lækningastöð hér á landi, þar sem þeim, sem veittur er hinn undarlegi hæfileiki andlegrar lækn- ingagáfu gætu starfað við hin bestu ytri skilyrði, en hinir sjúku án ótta við, að þeir níðist um of á mannkærleika læknis- ins og hræðslu við fordóma þeirra, sem ekki hafa fundið, að lækningin veitist fyrir mátt Guðs anda, sem öllu kemur til leiðar í öllum. Sá aðili, sem hér ætti að fara fyrir er Þjóð- kirkjan, er boðaði þannig í verki og sannleika kraft lækn- ingagáfunnar að dæmi Jesú Krists. Vér værum harla fáfróð í trúarskilningi vorum, ef vér ekki fyndum hver úrslitaáhrif lækningarnar og kraftaverkin höfðu í boðskap hans og starfi. Það er því meir en tími til kominn, að kirkjan gefi þessum mikilsverða þætti trúboðunarinnar og þjónustunnar fullan gaum og stigið verði fyrsta skrefið, sem er: að lýsa blessun yfir andlegum lækningum Einars Jónssonar og annarra þeirra fáu útvöldu, sem Guð hefur gefið lækningagáfu í krafti hins heilaga anda.“ Hér mælir einn af kirkjunnar mönnum orð, sem allir frjáls- lyndir Islendingar geta tekið undir af heilum hug. I hinni fróðlegu grein séra Sigurðar Hauks um Einar Jóns- son hefur laumast á einum stað leiðinleg prentvilla, sem ég vil vekja athygli lesenda á, því hún skiptir máli. Á bls. 29 þriðju línu að ofan hefur misritast. Þar stendur Edgar Caxe í stað Cayce (frb. Keisí). Að öðru leyti er efni bókarinnar frásagnir um þrjátíu manns um kynni sín af hinum dásam- legu hæfileikum Einars á Einarsstöðum og hvemig hann hjálpaði, þegar læknisfræðin hafði gefist upp og öll von virt- ist úti. Eins og eðlilegt verður að teljast eru frásagnir þessar æði- misjafnar ritsmíðar og gera engar kröfur til að teljast til bókmennta. Tilgangurinn er sá einn að lýsa af hreinskilni þakklæti til manns sem lætur sér það vel lynda, að vera sí- fellt truflaður frá skyldustörfum sínum, til þess að.geta lið- sinnt meðbræðrum sínum og linað þjáningar þeirra. Einar lifir og starfar fyrst og fremst í þágu kærleikans. Hann er því okkur hinum öllum hin glæsilegasta fyrirmynd. Þetta

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.