Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Qupperneq 70

Morgunn - 01.06.1980, Qupperneq 70
68 MORGUNN Titill þeirrar bókar, sem ég geri að umtalsefni í þessari grein, stendur að þessu leyti óvenju vel fyrir sínu. Hún segir frá sjómanni, sem oft átti viS ærinn mótbyr að stríða, ekki síður á landi en legi. Og að mínum dómi er þetta hetjusaga, þó bersýnilegt sé að höfundur ætlist ekki til þess, þvi hvergi gætir hér nokkurs belgings eða sjálfsálits, sem ber vott um það. Það eru viðbrögð sögumanns við atvikum og örðugleik- um, sem gera hann svo virðingarverðan, að ég kalla þetta hetjusögu. Frásögn Jóhanns Kúlds í þessari bók er hluti af sögu kreppu- áranna á Islandi, sem voru afleiðing heimskreppunnar 1929. Það er ekki hætt við því, að okkur, sem lifðum þessa tíma, hverfi þeir úr minni. Böl atvinnuleysisins hafði lagt sína myrku hönd yfir landið. Fátækt var því mikil og jafnvel matarskortur hjá mörgum. En fólk virðist hafa verið stoltara þá en núna. „Að fara á sveitina“ var það sem enginn vildi láta henda sig. Það var talið mannskemmandi og algjör nið- urlæging. Ég vil taka það skýrt fram, að ég er ekki að minn- ast á þetta hér í sambandi við bókina sem ég er að fjalla um, heldur aðeins lýsa eigin viðhorfum mínum sem unglings á því tímabili, sem bókin fjallar um, því „blessað stríðið" bjarg- aði okkur öllum úr þessum kröggum, eins og kunnugt er. Jóhann var matsveinn á síldveiðiskipum á þessu tímabili og virðist hafa verið vinsæll sjómaður. Lýsing hans á lífi og störfum fiskimanna við veiðar er mjög góð og nákvæm og hefur því tvímælalaust þjóðfélagslegt gildi. En vitanlega varð hann, eins og aðrir sjómenn, iðulega að leita atvinnu i landi, þegar skipsrúm var ekki að fá. Lýsing Jóhanns á starfi og lífsháttum alþýðumanna á Akureyri á þeim tímum er mjög athyglisverð, auk þess sem hann ásamt öðrum iðulega lenti í ýmsum átökum á vinnumarkaðinum á þessum atvinnuleys- istímum. Það kemur nefnilega glöggt fram í þessum endur- minningum, að Jóhanni er snemma falin forusta í verkalýðs- málum, svo hann hlýtur að teljast meðal brautryðjenda verka- lýðshreyfingar á Islandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.