Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Síða 76

Morgunn - 01.06.1980, Síða 76
74 MORGUNN annað. En það er einmitt hugarró og sálarfriður sem okkur er nauðsynlegra að eignast en allt annað. En er nokkuð um það kennt í skólum? Nei, ekki neitt. Og sökum þessa skorts, spretta upp út um allan heim hvers konar stofnanir, sem telja sig hafa þetta til sölu, sem hver einasti maður ætti að geta kynnst í venjulegum skóla sínum, svo hann læri að taka óhjákvæmilegum erfiðleikum lífsins þegar að þeim kemur. Það er einmitt af þessum ástæðum, sem bækur eins og SPÁMAÐURINN eftir hinn vitra Araba Kahlil Gibran eru svo mikill fengur. Slíka bók ætti að fara nákvæmlega í gegn- um í hverjum skóla og íhuga hvernig mætti færa sér i nyt visku hennar. Með vandlegri yfirferð slíkra góðmennta mætti i senn glæða áhuga nemenda á fagurri list og hollum vits- munum. Ég vil leyfa mér í þessu sambandi að benda á tvær aðrar bækur, sem ég skora á skólamenn að láta kynna í skólum sínum, ef þeir eru mér að einhverju leyti sammála um það, en það er í fyrsta lagi bókin HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR, sem Almenna bókafélagið gaf út í frábærri þýð- ingu dr. Rrodda Jóhannessonar 1955, og bók Rósarkrossmanna ÞÉR VEITIST INNStN i þýðingu Sveins Ólafssonar, sem ég hef áður gert að umtalsefni í bókmenntaþætti Morgun- blaðsins. Þessar bækur eiga það sameiginlegt, að af þeim má læra svo margt um það, hvernig bregðast ber við ýmis konar mótlæti i lífinu, en það er einmitt það, sem við þurf- um að læra, en er svo lítið kennt um. Epiktet, sem var uppi á ríkisstjórnarárum Nerós, skrifaði ekki bækur, en orð hans og hugsanir hafa engu að síður varð- veist, eins og dr. Broddi bendir á í stórfróðlegum eftirmála í þeirri ágætu bók HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR. Þá get ég ekki lokið máli minu um þetta efni án þess að minna á sögu eftir íslenskan höfund, sem skólastjórar ættu að láta góðan lesara lesa upp sem oftast fyrir alla nemendur sína, en það er sagan FERÐIN SEM ALDREI VAR FARIN eftir dr. Sigurð Nordal heitinn. Þetta er ein stórkostlegasta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.