Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Page 78

Morgunn - 01.06.1980, Page 78
MAGNtJS LÆKNIR HJÁ HAFSTEINI BJÖRNSSYNI HJÁLPAR Sumarið 1970 fór eg í skemmtiferð með tveim systrum mínum og dóttur Unni Jónsdóttur suður að Kleifarvatni og víðar um Suðurnes. Systur mínar voru þær Ósk og Pálína Guðfinnsdætur. Ætluðum við að koma að Strandarkirkju, Herdísarvík, Hveragerði og víðar. Þegar komið var að Kleif- arvatni og við fórum fyrst út úr bílnum, vildi mér það óhapp til að ég hrasaði á melbarði og fann ég mikið til í hægra fæti, bjóst ég við að ég hefði snúið fótinn um öklann. Á miðilsfundi hjá Hafsteini Björnssyni hafði ég komist í samband við Magnús lækni Jóhannsson á Hófsósi (f. 27. júlí 1874 d. 23. des. 1923). Hef ég haft gott samband við hann síðan. Ég hef ekki þurft annað en hugsa til hans þegar eitthvað hefur orðið að mér. Hefur það þá lagast. Magnús sá ég aldrei í þessu lífi. Þegar stúlkurnar fóru út úr bílnum til að borða nesti sitt sat ég eftir. Fór ég þá að hugsa til Magnúsar læknis, því mig verkj- aði mikið í fótinn. Bað ég Magnús að bæta líðan mína. Það stóð ekki á hjálpinni, verkurinn hvarf úr fætinum og bjóst ég við að fóturinn yrði fljótlega jafngóður. Héldum við áfram til Strandarkirkju. Þar fór ég út úr bílnum og tók mynd af kirkjunni. Ég hafði oft heitið á Strandarkirkju með góðum árangri og hét ég nú einnig á hana mér til liðsinnis. Fannst mér það

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.