Morgunn - 01.12.1982, Side 6
108
MORGUNN
Meðan á þinginu stóð var stofnað til umrœðna meðal
nokkurra hinna frœgustu lífeðlisfrceðinga. Blaðamaður
Morgunblaðsins, Hjálmar Jónsson, lagði spurningar fyrir
kappana, en honum til ráðgjafar var, auk dr. Jóhanns,
Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfrœðingur. Guðrún var í und-
irbúningsnefnd ráðstefnunnar.
Samrœður lífeðlisfrœðinganna voru einstaklega fróðleg-
ar og tel ég mikinn feng að fá leyfi hlutaðeigandi t.il að
birta þœr hér í Morgni. Lífeðlisfrœðin er merkust frœði-
greina að minum dómi, frá sjónarmiði þeirra, sem velta
fyrir sér „lífinu og tilverunni“'.
Mér er mikil ánœgja að fá að birta frásögn Sr. Jóns
Ólafssonar frá Holti í önundarfirði, en Guðlaug Eltsa
Kristinsdóttir kynnir Sr. Jón í inngangi að erindi hans.
Nýlega var á ferðinni góður gestur hjá Sálarrannsókna-
félagi íslands, Harry Oldfield að nafni, og sýndi hann
ýmsar tœknilegar nýjungar við sjúkdómsgreiningar. Geir
R. Tómasson, tannlœknir, varaforseti Sálarrannsóknafé-
lagsins, greinir frá tœkjum þessum, og skyldum efnum,
í grein sinni.
1 hefti þessu er ennfremur lausleg þýðing á upphafi
bókar eftir indverskan sannleiksleitanda, frétt um 15 ára
afmœli Sálarrannsóknafélagsins í Hafnarfirði og greina-
syrpa úr heimi visindanna eins og í fyrri heftum.
Auk ritstjórarábbs reka svo að venju lestina fréttir frá
Sálarrannsóknafélögunum. Ég þakka riturum félaganna
fréttabréfin. Gef ég nú öðrum orðið og óska lesendum a/ls
góðs á nýju ári.
i