Morgunn - 01.12.1982, Síða 16
118
MORGUNN
listamaður. Samþættingin er jafn nauðsynleg og sundur-
greiningin, hvort sem um vísindi eða listir er að ræða,
bæði listamaðurinn og vísindamaðurinn greina viðfangs-
efni sitt og varpa á það nýju ljósi.
Þáttur tilviljunar í vísindum
vE: Ég held að það gæti verið mjög athyglisvert að fá
að heyra hvernig Torsten [Wiesel] fékk þá einkennilegu
hugmynd að skáskjóta ljósi inn í auga tilraunadýrsins.
TW: Þarna erum við komin að þætti tilviljunar i rann-
sóknum, tilviljunar sem við veitum athygli og vinnum úr.
Það sem við tókum eftir var, að þegar við lýstum óvart
með ljósrönd upp í augað á tilraunadýrinu, svöruðu miklu
fleiri frumur í heila þess en þegar við notuðum ljóspunkt,
og við fórum að sjálfsögðu að athuga þetta nánar.
vE: En kjarni málsins er, að þið veittuð þessu eftirtekt.
GS: En sagðirðu þá við David [Hubel, sem hiaut Nóbels-
verðlaunin ásamt honum fyrir þessar rannsóknir]: Nú
skulum við prófa ljósrönd ... ?
TW: Nei, alls ekki, Þetta var tilviljun. Við lýstum inn
i augað með gömlu tæki sem Steve Kuffer | þekktur banda-
rískur taugalífeðlisfræðingur] hafði smíðað. Við gátum
breytt svæði ljósgeislans með því að renna fyrir hann skífu
með misstóru Ijósopi. Stundum, en hvergi nærri alltaf,
þegar við vorum að renna skífunni, svöruðu frumurnar
mun. meira en áður. Þetta þótti okkur skrítið, en það var
ekki fyrr en síðar að við gerðum okkur grein fyrir, að
hallinn á geislanum skiptir meginmáli. Á þessu stigi máls-
ins snerum við bara tækinu á ýmsa vegu og reyndum að
sjá mynstur í svari frumanna. Hér er ekki um það að ræða
að setjast niður og hugsa: Nú ætla ég að reyna þetta, það
er bara að prófa sig áfram. Það tók okkur tíma að finna
þetta, en það tók líka aðra 5 ár að trúa að eitthvað væri
hæft í þessu.