Morgunn - 01.12.1982, Síða 17
VÍSINDIN, iJfEÐI.ISFRÆÐIN, VITUNDIN
119
„Nú trúi ég þér“
GP: Þú sýndir okkur stórkostlega kvikmynd um þetta
í gær, sem var svo sannfærandi að enginn gat efast.
TW: Þessi mynd er jafngömul frumrannsóknum okkar,
og 5 eða 6 árum eftir að við höfðum birt niðurstöður
okkar vildi svo til að William Rushton [einn af þekktustu
skynjunarlífeðlisfræðingum Breta og kennari sir Andrew
Huxleys á sínum tíma] var í hópi áhorfenda. Eftir sýning-
una kom hann til mín og leit á mig með sínu einkennilega
brosi og sagði: ,,Nú trúi ég þér.“
Þetta tók sinn tíma, en það var ágætt, því það gaf okkur
vinnufrið. Og á meðan vorum við einir um hituna.
Um miðlun vísindalegra upplýsinga
TW: Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig
tölvuvæðingu mun hafa áhrif á boðskipti í vísindum.
GS: Já, ýmsir telja að rit, eins og við þekkjum þau í
dag, verði ekki notuð til að miðla nýjum upplýsingum,
heldur aðeins til að geyma þær líkt og skjalasöfn gera nú
til dags.
TW: Nú eru tölvurit að líta dagsins ljós á ýmsum sviðum
í Bandaríkjunum, t.d. eðlisfræði, jarðfræði, stjörnufræði
og í ýmsum greinum líffræðinnar. Þarna er tímaritið prent-
að út á tölvu sem henn hafa heima hjá sér eða í rannsókna-
stofu sinni, sem mun flýta gífurlega fyrir upplýsinga-
streymi. Strax og maður telur sig hafa fengið fréttnæmar
niðurstöður úr tilraunum sínum, getur hann skrifað þær
sjálfur á eigin tölvu og sent þær út.
GS: En þarf ekki að bera þær undir einhvern? Er enginn
i'itstjórn?
TW: Jú, ég held, að almennt sé gert ráð fyrir að maður
sendi grein sína til miðstöðvar, sem síðan ákveður hvort
hún verður send víðar. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort
og hversu mikillar ritstjórnar er þörf.