Morgunn - 01.12.1982, Síða 19
VÍSINDIN, I.ÍFEÐLISFRÆÐIN, VITUNDIN
121
AH: Auðvitað skiptir þetta mestu á því sviði sem ég vinn
sjálfur. Maður þarf að sjálfsögðu einnig að kynna sér
önnur svið, til dæmis vegna kennslunnar, en það er annars
eðlis.
Nauðsyn ritstjórnar
GS: Ertu þá tilbúinn að trúa því sem þessir höfundar
segja, bara vegna þess að þetta er ekki þitt sérsvið?
AH: Ég sætti mig við að taka eitthvað trúanlegt, þegar
ekki skiptir máli hvaða skoðun ég hef.
TW: En hér komum við aftur að nauðsyn ritstjórnar.
Þegar maður vill fræðast um eitthvað sem er ekki á manns
eigin sviði og veit um gott tímarit sem er vel ritstýrt, þá
er manni yfirleitt óhætt að taka það trúanlegt, sem í því
stendur. En ef tölvuvæðingin leiðir til minni ritstjórnar,
glatast þessi kostur og það mun skapa alvarleg vandamál.
AH: Ég efast um að þetta verði í bráð. Könnun, sem
Royal Society gerði í Bretlandi, leiddi í ljós ,að það var
einróma álit manna, að hið ritstýrða tímarit myndi fram-
vegis eins og hingað til verða meginfarvegur vísindalegrar
upplýsingamiðlunar. En vera má, að við Bretar séum
íhaldssamari en þið fyrir vestan og þessi skoðun endur-
spegli það.
GP: En hvað með kvikmyndir? Með mynd má sýna
margt sem ekki verður með orðum lýst. Hlýtur ekki þáttur
myndmálsins að fara vaxandi?
AH: Jú, það sem Geoffrey jBurnstock] sýndi okkur í
morgun var stórkostlegt. Það hefði aldrei verið sagt með
orðum.
JA (við AH): Sama gildir um kvikmynd þína, um stað-
bundna. rafertingu á einstakan vöðvaþráð, þar sem þú
sýndir hvaða leið rafstraumurinn berst og hvernig sam-
dráttareiningin er virkjuð í vöðvanum. Sú mynd er ógleym-
anleg.
GB: Hundruð milljóna hafa séð eina af mínum myndum.