Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 22

Morgunn - 01.12.1982, Page 22
124 MORGUNN ins vegna þess hvernig hann setur hana fram, og það er mikilvægt. Heimurinn er öðruvísi af því að þessar hugmyndir voru setar fram á þennan veg, en ekki einhvern annan. Þróun lífeðlisfrœðinnar Spurning: Hvað um þróun lífeðlisfræðinnar í nánustu framtíð? TW: Er ekki best að prófessor von Euler svari þessu? Hann er okkar reyndastur og hefur mesta yfirsýn. vE: Nefndi einhver mig? TW: Já, ég var að segja að þú vildir kannski skyggnast inn í framtíðina. vE: Nei, ég er miklu betur að mér um fortíðina. TW: Það er einmitt það sem ég á við, það er eingöngu á grundvelli fortíðarinnar sem hægt er að spá um fram- tíðina. AH: Ég held, að flestar meginframfarir okkar tíma hafi komið öllum á óvart. Má ekki túlka það þannig að til lítils sé að reyna að spá um framtíðina? Eðli vísinda er að fást við hið óþekkta, og þú veist ekki hvað þau leiða í ljós fyrr en þú stendur andspænis því. TW: Giinther (Stent) skrifaði bók fyrir nokkrum árum sem heitir ,,The Coming of the Golden Age“. Boðskapur hans er að sumu leyti efasemdir um hugmyndir okkar um stöðugar framfarir. Ég fellst á, að það megi vel vera að við getum ekki sagt fyrir þróun vísindanna, eða hvað muni gerast. Hins vegar er ég bjartsýnn. Ég er þess fullviss að miklar framfarir muni verða í líffræði og lífeðlisfræði, og ég horfi spenntur til framtíðarinnar. Ég held að þetta gegnsýri okkur öll sem vinnum á þessu sviði, vegna hinna gífurlegu framfara síð- ustu áratuga. vE: Já, við eigum von á ýmsu, en vitum ekki hverju.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.