Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 25
VÍSINDIN, LÍFEÐLISFRÆÐIN, VITUNDIN
127
Svipað fyrir frosk og mann
AH: En erfðaefnið stjórnar gerð amínósýranna og
annars nauðsynlegs efnis, a.m.k. að mestu leyti. Það
kunna að vera einhverjir þættir utan kjarnans sem hjálpa
til, en þessir stjórnþættir eru allir til staðar við frjógvun-
ina. Síðan bætast bara næringarefnin við, og þau eru ósköp
svipuð fyrir frosk og mann, svo að munurinn hlýtur að
i’áðast af erfðaefninu og þessum ákvarðandi frymisþátt-
um. Hvort einhverjir hlekkir eru í milli, er svo aftur
spurning.
OS: Já, það er einmitt munurinn sem skiptir meginmáli.
Við getum oft rakið mun, t.d. milli blárra augna og brúnna,
til ákveðinna gena, og það gætum við eflaust gert varðandi
muninn á froski og manni. Það getur til dæmis vel verið að
maðurinn geti ekki endurnýjað sig á sama hátt og frosk-
urinn vegna þess að hann skortir einhver gen. En hvernig
froskurinn verður til, hvernig erfðaefni froska gerir hann
að froski, er spurning sem ég efast um að hægt sé að svara,
vegna þess hvernig hún er orðuð. Að mínu mati þýðir
ekki að orða spurninguna á þennan hátt. Við getum sagt
hvað skilur á milli tegunda, við getum jafnvel búið til lista
yfir þau gen sem skilja okkur frá froskum, en hvernig þau
stjórna gerð okkar er allt önnur spurning.
AH: En hún er engu að síður mjög mikilvæg. í einhverri
nierkingu orðsins stjórna genin gerð okkar og við virð-
umst ekki hafa minnstu hugmynd um hvernig það gerist.
GS: Við erum sammála um það.
Uppbygging vöðvans pekkt — en glatast
TW: Það er athyglisvert að rifja upp starf Spemanns
°g samtíðarmanna hans [ Hans Spemann, þýskur fóstur-
fi’æðingur] fyrir stríð. Þeir unnu sleitulaust í meira en
20 ár út frá forsendum sem leiddu þá á blindgötur, og
hættu svo við allt.