Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 34

Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 34
136 MORGUNN lotning og traust. Mér hafði fundist þetta ákaflega falleg mynd. En Jakob segir að bragði: „Bai’nið". „Já barnið“, segi ég. „Já, já, barnið“. Svo var þetta nú ekki öllu meira. En síðar, er ég kom inn í kirkjuna, þá tók ég eftir barnsandliti. Það kom fram á milli tveggja kvenna, sem voru á mydinni, og andlitið á því, það er svo undurfallegt, alveg dásam- lega fallegt. Nú svo segir hann ýmislegt fleira. En svo sló hann út í aðra sálma, og segir við mig: „Það er fallegt barnið þitt“. „Já“, ég átti þá tvær dætur. önnur þeirra, sú yngri, Sigríður, var þá hálfs árs gömul, fædd á gamlársdag, vet- urinn áður. En hin var rúmu ári eða eitthvað fjói’tán mán- uðum eldri. Það var ákaflega fallegt hárið á henni, fannst mér að minnsta kosti, það var svona fagurgut, og allt hrokkið, eða liðað, og ég bjóst hálfvegis við, að hann myndi segja „hárið á barninu“. Nei, nei, hann nefnir það ekki neitt, en segir: „Það er svo gaman að sjá, hvernig hún fer með rúmið sitt“. „Nú, hvernig fer hún með rúmið sitt ?“ segi ég. „Já, já“, segir Jakob, „ég veit það, hún tekur í endann á því, og hristir það til og það fer á fleygiferð eftir gólf- inu, en þið þurfið að passa, þegar hún kemur yfir að veggn- um, að hún reki ekki höfuðið í vegginn". Þetta var hrein hebreska fyrir mér. Þetta var svoleiðis iangt fyrir ofan og austan minn skilning. Ég kannaðist ekki nokkurn skapaðan hlut við þetta. Það var ekkert líkt því, sem eldri telpan hafði gert í körfunni sinnni. Þetta var svona sporöskjulöguð tágakarfa, hærri tii endanna, sem þær höfðu verið í systurnar. Þetta passaði ekki nokkurn skapaðan hlut. Jæja, hann heldur áfram: „Hún er svo falleg, hún er svo gáfuð, það má ekki gefa henni þetta meðal, það má ekki gefa henni þetta meðai. Hún má ekki veikjast, hún má ekki deyja“. En svo er eins og hann fari að hughreysta mig:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.