Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 36

Morgunn - 01.12.1982, Page 36
138 MORGUNN „Svo kem ég elsku pabbi minn og sæki þig . . en það vantaði seinasta orðið, sem ég hef ekki mátt muna. Þau eru þrjú, sem koma til greina: ,,Aftur“, ,,seinna“ eða ,,bráðum“. Það var eitthvert þessara þriggja orða, en ég get ekki munað hvert þeirra. Svo var það í nóvember 1945, að ég fór á skyggnilýs- ingafund til Isleifs Jónssonar, að Bergstaðastræti 3, en hann var eins og kunnugt er rammskyggn. Hann segir mér m.a., að það komi til mín litil telpa, sem hlaupi upp í fangið á mér, og hjúfri sig að mér. „Þér eigið þessa telpu“, segir hann, „það eru svo sterk bönd á milli ykkar“. Ég játaði því. Svo hljóp hún allt í einu út, kemur aftur og með henni lítill drengur. Telpan hjúfraði sig aftur upp að mér, en drengurinn er eins og óframfærinn, og stendur við hnén á mér. ísleifur segir: „Þér eigið drenginn líka, það er svo sterk taug á milli ykkar“. Ég spyr hann að því, hvort hann hafi verið yngri en telpan, þegar hann hafi farið. ísleifur hugsar málið dá- litla stund, og segir síðan: „Já líklega, hann er hvítari". En þessi drengur fæddist aldrei eðlilega, þetta var fóst- ur, fósturlát. Ég hafði alltaf beðið fyrir telpunni í bænum mínum. En þarna fór ég að hugsa, ég eiginlega skammaðist mín. Ég hafði oft hugsað um telpuna mína, beðið fyrir henni, en aldrei hugsað um drenginn, aldrei sem persónu. Nú fór ég að hugsa um þau bæði, og ég hefi beðið fyrir honum ekkert síður. Isleifur lýsti einnig fyrir mér gamalli konu. Hann sagði frá henni sem konu tötralega klæddri, og hún gekk mjög bogin, eins og í vinkil. Hann kvaðst segja frá henni vegna þess, að hún hefði bókstaflega fórnað sér fyrir þessi börn, þarna hinum megin.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.