Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 37

Morgunn - 01.12.1982, Page 37
FRÁSÖGN 139 Ég hafði nú ekki þá hugmynd um hver hún var, en síðar las ég í minningum konu einnar, nákvæma lýsingu á þess- ari konu, hún var þá langamma mín. Ég hafði aldrei séð hana, og móðir mín hafði aðeins einu sinni, þegar hún var telpa, séð þessa ömmu sína. Mér hefur verið sagt af mörgu skyggnu fólki, að með mér væri ung stúlka. Það var Andrés Andrésson, klæð- skeri, sem var mjög dulrænn, sem sagði mér frá henni fyrst. Hann áleit jafnvel, að við hefðum verið bundin hvort öðru. En það var nú ekki, og ég kannaðist hreint ekki við neina unga stúlku, sem gæti verið svona tengd mér. Og þegar ég kom vestur, þá var vetrarstúlka á Flateyri, sem var rammskyggn. Hún vissi alltaf, hvenær von væri á prestinum, því stúlkan var komin á undan. Eins var það á fundinum hjá Isleifi, að hann fer að tala um stúlku, sem sé með mér þarna. „Hún er alltaf með yður þessi stúlka“. Ég segi við Isleif: „Pabbi minn átti systur, sem dó ung, ætli þetta gæti verið hún?“ „Nei, hún er með yður, vegna þess að henni hefur þótt vænt um einhvern, sem þykir vænt um yður“ og áhersla var í orðunum. En ég var nú eiginlega nokkuð jafnnær. Hann segir: „Hún fór yfir vegna þess, að henni var illt í hálsinum“. Þá loksins kviknaði á perunni hjá mér. Uppeldissystir föður míns og mjög náin vinkona móður minnar, fékk barnaveiki 15 ára gömul. Þær fengu hana reyndar báðar, og voru í afturbata og orðnar nokkuð hressar. Þær voru að gantast eitthvað í rúminu, þá setti að henni hóstakjölt- ur, og það losnaði skóf úr kverkunum á henni, og hrökk ofan í barkann, svo að hún kafnaði. Um þetta mætti segja: ,,Svo örstutt er bil milli blíðu og éls“. „En aumingja gamli maðurinn, hann ætlaði ekki að af- bera þetta“, sagði Isleifur. Ég vissi ekkert um það þá, en þegar ég kom heim þá fór ég að spyrja mömmu út í þetta, án þess að geta nokkuð

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.