Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 40

Morgunn - 01.12.1982, Page 40
142 MORGUNN hafi verið einskonar forfaðir þess sem nú er kallað ,dia- thermy“ — þ.e.a.s. mikilli hitagjöf til líkamsvefjanna með hjálp hraðgeislabylgna, svokallaðra örbylgna. Næstan mætti nefna New York lækninn dr. Abraham Ginsberg, sem fyrstur kom fram með „pulsed-high- frequency electro-therapy" eða sem á íslensku mætti kalla hátíðniraflækningu. Þessi lækningaaðferð hefur síðan 1934 verið viðurkennd í sambandi við sár, vöðvabólgur, liða- gigt, sinatognun og jafnvel beinbrot. Lækningaaðferð þessi á að gefa frumum líkamans möguleika til sjálfshjálpar. Svo virðist sem frumur líkamans séu næmar fyrir ákveðinni — hárnákvæmri — orkutíðni, púlshraða, endurtekningu og straumstyrkleika. Þessir þættir eru þekktir sem ,,windows“ eða gluggar, í óeiginlegri merkingu. Eða eins og dr. Robert O. Besker, frá Syracuse í New York-ríki í Bandaríkjunum, komst að orði: ,,Ef þú ert kominn út fyrir skotmál, þá er bara að hafa frumurnar kyrrar og gera ekki neitt“. Þessi tækni er mjög lík þeirri er H. Oldfield notar og hefur þróað. Sá vísindamaður sem fyrstur helgaði líf sitt og starf hugsjóninni um líf, heilbrigði og sjúkdóma í sambandi við rafsegullækningar var Georges Lakovsky, franskur verk- fræðingur. Skömmu fyrir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar kom hann fram með þá kenningu að allt líf á jörðu hér væri í raun undur, skapað og viðhaldið af rafsegulgeislum; einkum þó kosmiskum geislum. Hann hélt því fram að flestar geislanir þessar kæmu lengra að en frá sólkerfi okkar, en blandist síðan geislun þessa sólkerfis, áður en þeir dynja á móður jörð. Áleit hann að t.d. ýmsir hjarta- sjúkdómar og aðrar uppákomur er hrjá menn og skepnur væru af völdum ragsegulbylgna. Lakhovsky vildi skilgreina sjúkdóma sem nokkurskonar geislastrið (war of radiation) þar, sem orustuvöllurinn væri fruma, sem aðalundirstöðu alls lífs. Þetta verkaði eins og hringur, sem bæði tæki inn á sig og gæfi frá sér geislun. Væri jafnvægi hringsins rofið, hefði slíkt sjúkleika i för með sér.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.