Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 42

Morgunn - 01.12.1982, Page 42
144 MORGUNN Einnig mætti nefna tilraun hans með koparbelti og keðjur, sem voru mikið í tísku á öldinni sem leið, en slíkt áleit hann sem smækkaða mynd af „multible wave oscilla- tor“ (MWO) sínum. Vel vottfest og skráð er tilraun hans á Salpétriere Hospital í París, þar sem hann kom fyrir æxlismyndandi bakteríum i sex geraniumplöntum. Setti síðan einfaldan koparhring um eina plöntuna. Af plöntunum sex dóu 5 innan y2 mánaðar; en sú með koparhringinn þreifst ágæt- lega og bætti miklu við vöxt sinn. Engin merki um sjúk- leika voru sjáanleg. Geta má þess að H. Oldfield hafði aldrei heyrt getið um Lakhovsky eða tilraunir hans, er hann bjó til ESM-tæki sitt. 1 aðalatriðum eru aðferðir þeirra nokkuð líkar, nema Harry Oldfield notar einskonar raföldu-dreifibyssu, sem eins og hristir sérhverja líkamsfrumu, og þá þannig að þær sýktu taka við sér og ná sér á strik aftur. 1 langri röð þeirra, sem reynt hafa að nota rafmagnið til lækninga er Harry Oldfield einn sá yngsti og síðasti. Stöðugt vex sá hópur lækna og líffræðinga sem er farið gruna að rafmagn kunni að hafa miklu beinni áhrif á lifandi efni en hingað til hefur verið álitið. Þegar H. Oldfield kom fyrst fram með rannsóknarað- ferð sína, sem hann kallaði „electrographic-scanning method“ (E.S.M.) eða sem kannski mætti þýða á íslensku með rafritunarskoðunaraðferð vakti hún takmarkaðan áhuga, jafnt lækna af gamla skólanum og þeirra er frjáls- lyndari voru. H. Oldfield, sem að loknu kennaranámi í líf- fræði og eðlisfræði, starfaði um hríð sem kennari við æðri skóla í London, fékk áhuga á sérstæðri ljósmyndatækni — svo kallaðri Kirlianljósmyndun. Aðferð þessi var fundin upp af rússneskum rafmagnsverkfræðingi, Kirlian, en hann fékk áhuga á þessu eftir að hann af tilviljun varð var við einkennilega útgeislun, er hönd hans fór í gegnum hátíðniorkusvið. Hverskonar orka þetta væri gat hann ekki skýrt, en honum tókst að útbúa Ijósmyndavél, sem sýndi

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.