Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 44

Morgunn - 01.12.1982, Page 44
146 MORGUNN að frekari rannsóknum á þessum orkusvæðum (energy fields). Starfandi grasafræðingur í London á sviði jurtalækn- inga, Torben Nordal, hefur kynnt sér ESM-aðferð H. Oldfields og hefur nú sett upp rannsóknarprógram með það fyrir augum að koma upp nokkurskonar tölvustýrðum „data“-banka til skráningar á ákveðnum þrepum sveiflu- sjár, sem koma fram við ákveðna sjúkdóma, þegar ESM er notuð. Hann telur það engum vafa undirorpið að ESM geti haft mikla þýðingu á sviði sjúkdómsgreininga. Hann er nú sem stendur að rannsaka notagildi ESM í lækningaskyni. En hvernig er nú rannsókn H. Oldfield á sjúklingum háttað? Ólíkt því sem venja er hjá læknum, að því er varð- ar sjúkrasögu og núverandi líðan og ástand sjúklings, þá spyr hann engra spurninga, heldur byrjar rannsókn sína með „detector“ eða einskonar leitartæki. Með því fer hann yfir yfirborð líkamans án þess að sjúklingurinn þurfi að afklæðast, en lætur þá leggja frá sér alla málma, sem geta vei'kað truflandi. Á tækjunum koma fram svaranir, þegar um oi’kuút- streymi eða oi'kutap er að ræða. Sýktur vefur gefur öði’u- vísi útslátt á tækinu en þegar heilbrigður vefur er fyrir hendi. Bylgjutíðnin er yfirleitt nokkuð lík fyi'ir vissa sjúk- dóma, þannig að smám saman hefur hann getað tengt ákveðna tíðni við vissa sjúkdóma. í ritinu „The Unexplained" (No. 102) er birt Kii’lian- ljósmynd af fingurgómi krabbameinssjúklings, tekin af H. Oldfieid, sem sýnir óreglulegt, hvítt, rósa og gult orku- flæði út frá fingurgómnum. Á næstu mynd er sami fing- urgómur ijósmyndaður eftir velheppnaða iækningu (ekki H.O.), en þar sést greinilega reglubundið orkuflæði með hvítdoppóttu innra lagi og fjólubláu ytra lagi — með öðrum orðum gjörólíkt fyrri myndinni. 1 október 1981 tók breskur læknir Dr. Andrew Lockie sér fyrir hendur að i’annsaka og prófa ransóknaraðferð H. Oldfields og bauð honum að rannsaka 10 af sjúklingum sín-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.