Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Side 45

Morgunn - 01.12.1982, Side 45
NÝ AÐFERÐ TIL RANNSOKNA 147 um, þar á meðal nokkra fyrrverandi og núverandi krabba- meinssjúklinga. Hann sagði H.O. ekkert um þessa júklinga og þeir voru einskis spurðir áður eða meðan á rannsókn stóð. Útkoman úr þessari könnun læknisins var sú að af þessum 10 sjúklingum, sem H.O. hafði gert skriflega sjúk- dómsgreiningu á, reyndust 4 vera „mjög góðar“, 4 ,,góðar“ og 2 ,,sæmilegar“. Sérstaklega var útkoman örvandi að því er varðaði krabbameinssjúklingana. Lokaorð dr. Lockie voru þau að með þessari rannsóknaraðferð mætti með nokkru öryggi ákvarða hvort um sjúklegar eða jafnvel ill- kynjaðar vefjabreytingar væri að ræða eða ekki. Stundum hefur H. Oldfield komist að sjúklegum breyt- ingum í vefjum og líffærum áður en jafnvel sjúklingur- inn eða læknir hans hafa orðið nokkurs varir; hafa þó sumir sjúklingar hans verið læknar sjálfir. H. Oldfield hélt hér í Reykjavik, í haust, á vegum SRFl tvo fyrirlestra um Kiriianljósmyndir og ESM-aðferð sína, syndi m.a. myndir af 2 æxlum, tekin úr brjóstum tveggja kvenna; annað góðkynja, hitt krabbameinsæxli. Greini- legur munur var á útgeislun þessara tveggja æxla. Til að skapa lífsorkusviði líkamans læknandi kraft hóf H.O. að gera tilraunir með sérstaka kristalla og eðalsteina, sem síðan þróaðist upp í svokallaða „Electro-Crystal- Therapy". Tækið er grundvallað á hugmyndinni um lífs- orkusvið, er umlyki allt sem lifir. Þannig mætti hugsa sér að sjúkdómar lýsi sér sem truflun á svokölluðu lífsorku- sviði, en eftir meðferð með kristaltækinu getur „detector" eða leitartækið strax sýnt hvort árangur hefur náðst og Þannig jafnvægi aftur komist á lífsorkusviðið. Einna þekkt- astar af Kirlianljósmyndum H.O. eru „phantom leaves“ ^ayndir hans. Nýafskorið laufblað var myndað með Hirlianaðferð. Útgeislan þess kom skýrt fram á myndinni. Þar næst var fremsti hluti blaðsins skorinn af og aftur Ijósmyndað með sömu aðferð.l ljós kom nákvæmlega sama ótgeislun sem væri blaðið heilt — þó aðeins daufara þar, sem afskorni hlutinn hafði verið.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.