Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Side 47

Morgunn - 01.12.1982, Side 47
NÝ AÐFERÐ TIL RANNSOKNA 149 Um líkt leyti hafði H.O. útbúið fyrstu radio-frequency- scanning method (ESM). Með því að beina leitartækinu að 2 vefjasýnum, gat hann auðveldlega séð skíi’an mismun á þeim merkjum sem komu frá heilbrigða vefjasýninu og þeim sem komu frá því sýkta. Nú notar hann minna Kirlianmyndatökutæknina í sjúk- dómsgreiningum heldur en ESM-aðferð sína, þar sem hún er öllu nákvæmari, ekki eins tímafrek og auk þess ódýrari. Ég hef nú rakið að nokkru, og heldur lauslega þó, sögu og störf helstu manna, einkum rannsóknaferil Harry Oldfields, á sviði rafsegul krystal-rannsókna, einnig að því er varðar lækningar, en skortir alla meiriháttar innsýn í þessa hluti og læt því staðar numið. Ég vil að lokum þakka þessum unga og geðþekka vís- indamanni kærlega fyrir árangursríka og fróðlega heim- sókn hans til Islands í haust, og vona að ég mæli þar fyrir hönd okkar allra í S.R.F.I., er höfðu tækifæri til að sjá hann og heyra. Sjálfur lítur hann mjög hógværum augum á starf sitt, sem hann telur að sé enn í burðarliðunum. Lofar slíkt góðu. Reykjavík 20/11 1982. Ath.: Þessi samantekt er unnin úr viðtölum við H.O. og upp úr tveimur greinum úr ritinu ,,The Unexplained".

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.