Morgunn - 01.12.1982, Page 51
ÞRÓUNAIIORKAN í MANNINUM
153
skýrar; — og um leið og ég skrapp til baka í mitt gamla
ástand, varð ég skyndilega var við hávaðann af götunni
úti fyrir, ég skynjaði á ný handleggi mína, fætur og höfuð,
og varð enn á ný mitt þrönga sjálf í snertingu við líkama
og umhverfi. Þegar ég opnaði augun og leit í kringum mig,
var ég ofurlítið dasaður og ringlaður eins og ég væri snú-
inn heim frá furðulegu landi, sem væri mér að öllu leyti
framandi. Sólin hafði risið og skein skært framan í mig,
heit og sefandi. Ég reyndi að lyfta höndunum, sem ávallt
hvíldu í kjöltu minni, ein á annarri, meðan á hugleiðslu
stóð. Mér fannst handleggirnir linir og lífiausir. Með
nokkurri áreynslu lyfti ég þeim og teygði úr þeim til að
hjálpa blóðinu til að streyma frjálslega um æðarnar. Þá
reyndi ég að losa fætur mína úr stellingu þeirri, sem ég
hafði setið í, og setja þá í þægiiegri stöðu — en gat það
ekki. Þeir voru þungir og stifir. Með hjálp handa minna
losaði ég um þá og rétti úr þeim, studdi síðan bak mitt
við vegginn og hallaði mér i þægilega og auðvelda líkams-
stellingu.
Hvað hafði gerst við mig? Var ég fórnarlamb ofskynj-
unar? Eða hafði mér fyrir tilstilli undarlegra uppátækja
örlaganna heppnast að hreppa, um stund, æðri skynjun?
Hafði mér í raun og veru lánast i því, sem milljónum
manna hefur misheppnast? Var þá í rauninni, þrátt fyrir
allt, einhver sannleikskjarni i margendurteknum fullyrð-
ingum spámanna og meiniætamanna Indlands í þúsundir
ára, staðfestum og endurnýjuðum kynslóð eftir kynslóð —
fullyrðingum um að það væri unnt að skynja hin hinstu
rök í þessu lífi, ef menn færu eftir ákveðnum reglum og
temdu sér hugleiðslu með vissum hætti? Hugsanir mínar
voru í þoku. Ég gat varla trúað því að ég hefði skynjað
guðdóminn.
Þór Jakosson þýddi.
Úr sjálfsævisögu Gopi Krishna: Kundalini. The Evolutionary energy
in man (Shambhaia Publications, Boulder & London), 1971.