Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 51

Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 51
ÞRÓUNAIIORKAN í MANNINUM 153 skýrar; — og um leið og ég skrapp til baka í mitt gamla ástand, varð ég skyndilega var við hávaðann af götunni úti fyrir, ég skynjaði á ný handleggi mína, fætur og höfuð, og varð enn á ný mitt þrönga sjálf í snertingu við líkama og umhverfi. Þegar ég opnaði augun og leit í kringum mig, var ég ofurlítið dasaður og ringlaður eins og ég væri snú- inn heim frá furðulegu landi, sem væri mér að öllu leyti framandi. Sólin hafði risið og skein skært framan í mig, heit og sefandi. Ég reyndi að lyfta höndunum, sem ávallt hvíldu í kjöltu minni, ein á annarri, meðan á hugleiðslu stóð. Mér fannst handleggirnir linir og lífiausir. Með nokkurri áreynslu lyfti ég þeim og teygði úr þeim til að hjálpa blóðinu til að streyma frjálslega um æðarnar. Þá reyndi ég að losa fætur mína úr stellingu þeirri, sem ég hafði setið í, og setja þá í þægiiegri stöðu — en gat það ekki. Þeir voru þungir og stifir. Með hjálp handa minna losaði ég um þá og rétti úr þeim, studdi síðan bak mitt við vegginn og hallaði mér i þægilega og auðvelda líkams- stellingu. Hvað hafði gerst við mig? Var ég fórnarlamb ofskynj- unar? Eða hafði mér fyrir tilstilli undarlegra uppátækja örlaganna heppnast að hreppa, um stund, æðri skynjun? Hafði mér í raun og veru lánast i því, sem milljónum manna hefur misheppnast? Var þá í rauninni, þrátt fyrir allt, einhver sannleikskjarni i margendurteknum fullyrð- ingum spámanna og meiniætamanna Indlands í þúsundir ára, staðfestum og endurnýjuðum kynslóð eftir kynslóð — fullyrðingum um að það væri unnt að skynja hin hinstu rök í þessu lífi, ef menn færu eftir ákveðnum reglum og temdu sér hugleiðslu með vissum hætti? Hugsanir mínar voru í þoku. Ég gat varla trúað því að ég hefði skynjað guðdóminn. Þór Jakosson þýddi. Úr sjálfsævisögu Gopi Krishna: Kundalini. The Evolutionary energy in man (Shambhaia Publications, Boulder & London), 1971.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.