Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Side 55

Morgunn - 01.12.1982, Side 55
157 „ÚR HEIMI VÍSINDANNA*' sumir þeirra sem uppgötvaðir hafa verið á Mars. Sprungu- dalur mikill liggur þar frá vestri til austurs, a.m.k. 1400 km langur og um 7 km djúpur. Ber landslag þetta vitni um vissa hreyfingu í jarðskorpunni, sem síður var búist við í svo ríkum mæli. Þá má nefna fjall eitt mikið og breitt, sem vafalaust yi'ði tignarlegt ásýndum værirðu þangað kominn. Maxwell- fjall heitir það. Það er um 8 km hátt og stendur auk þess á hásléttu, sem er í þriggja til fimm kílómetra hæð yfir meðalyfirborði Venusar. Maxwell-fjallið gnæfir því hærra við himinn en Everest-fjall yfir sjávarmáli. Þá hefur það komið upp úr dúrnum, að hreyfingar í lofthjúpi Venusar eru mun óreglulegri en búist hafði verið við. Efnið i lofthjúpnum er nær eingöngu koltvíildi (C02). Nokkuð yrði örðugt að fá sér labbitúr á Venusi, því að þrýstingurinn þar er um 90 sinnum meiri en þessir 1000 millibarar sem við eigum að venjast hér við yfirborð jarð- ar. Eins og kunnugt hefur verið alllengi er mjög skýjað á Venusi, en nú þykjast menn vita með nokkurri vissu að skýin liggja þar í fjórum lögum í mismunandi hæð. Neðan við lægsta skýjalagið er furðulega tært — og gott skyggni er þar til myndatöku úr geimförum sem lent hafa á Venusi, Lengi mættum við biða eftir jarðnesku regni úr skýja- breiðum Venusar, því að í þeim eru aðallega dropar úr brennisteinssýru og svífandi smákorn úr hreinum brenni- steini. Það sem þó kom Venusarfræðingum mest á óvart var hið tiltölulega mikla magn lofttegundar að nafni argon-36. Mest hefur verið af efni þessu þegar reikistjörnur eins og Venus og jörðin mynduðust endur fyrir löngu, en niður- stöður þessar frá nágrannahnetti okkar benda til þess, &ð minna af argon-36 hafi síðan rokið út í geiminn þar en hér. Annað kom mjög á óvart á Venusi: þrumur og eldingar eru þar tíðari en menn höfðu haldið. Skrítnum heimi hafa menn því kynnst og er þá ekki siður margt að undrast í nýjum lýsingum á náttúru Júpí-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.