Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Side 64

Morgunn - 01.12.1982, Side 64
166 MORGUNN fremst, síðan annan eins og verkast vill. Það er engin verkaskipting í taugakerfinu, engin miðstöð. Löng saga — meö söguþræöi Næsta stig í þróuninni var myndun tveggja miðstöðva, en síðar kom að því, að ein allsherjar miðstöð í tauga- kerfinu myndaðist. Það hafði þá kosti, að hi’eyfingin var hnitmiðuð, dýrið gat stefnt beint, í tiltekna átt sér til framdráttar. Flatormar sem kallast á latínu phylus Phlatyhelminthes eiga heiðurinn af því að hafa verið fyrstir á ferðinni með haus. Ekki svo lítill heiður það. Stórkostleg sérhæfing hefur átt sér stað — með staðsetningu stjórnstöðvar og þar með myndun framenda á dýrinu! Ein stjórnstöð í taugakerfinu hefur sem sagt myndast, frumstæðasti heili sem um getur, en þó býsna snjall samanborið við gáfna- far marglittunnar. Hann gat „ætlað sér“ eitthvað þessi heili, ætlað sér að fara eitthvað — og farið þangað. Ekki langt í einu að vísu, en svona byrjar sagan um manns- heiiann. En þrátt fyrir eina, samræmda stjórnstöð í títuprjóns- haus flatormsins, leyndi fortíðin sér ekki. Þar má finna leifar af tveimur upprunalegum miðstöðvum, sem höfðu farið að taka að sér verk í enn frumstæðara taugakerfi, taugakerfi margiittunnar. Fiatormsheilinn er sem sagt tvöfaldur í roðinu — og þar við sat, í þróuninni, enda virðist það ekki hafa komið að sök. Miðstöðvarnar tvær — heilarnir tveir — héldust frá dýri til dýrs, urðu sífellt fullkomnari og hæfari í lífsbaráttunni, en verkaskiptingin varðveittist: býfiugan, fiskurinn, slang- an, fuglinn, kötturinn, apinn, ég og þú, öll sverjum við okkur í ættina, með klofinn heila fiatormsins. Ekki er þó svo að skilja, að aðskilnaður heilahelming- anna sé jafn alger og í hjarta spendýranna þar, sem annar helmingur hjartans dælir blóði til lungnanna, en hinn út

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.