Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 69

Morgunn - 01.12.1982, Page 69
171 „ÚR HEIMI VÍSINDANNa“ endum til kennslubókanna, ef þeir vilja fræðast um hinn stórmerkilega lykil erfðanna. (Sjá t.d. „Líffræði“ eftir P.B. Weisz í þýðingu örnólfs Thorlaciusar). En genin ráða eðli og lífi hverrar frumu í sérhverri líf- veru. Þau stjórna gerð eggjahvítuefnanna í frumunum og þau stjórna gerð genanna sem af þeim myndast. Þriðja ein- kenni þeirra er það, að sérstæð einkenni geta breyst við stökkbreytingar: þróun á sér stað. Eins og segir í fyrrnefndri bók: „Af þessu þrennu leiðir svo enn fleira, þannig að hlutverk gena reynist spanna allar hliðar lífs og lífsstarfsemi. Með stjórn sinni á frum- unum ráða genin lífi allra lífvera og þar með öllum líf- heiminum. Lífið hefur líklega hafist með genum, genin halda því við, og ef genin bregðast eða eyðast, mun lífið slokkna“. Eyöur í DNA-sameindinni — og þekkingunni Áðan var þess getið að fjör hefði færst í leikinn við rannsókn á erfðum. Stafar það af nýjum uppgötvunum sem benda til þess, að einungis hluti af DNA (DKS á ís- lensku) í frumukjarnanum sé notað við að koma erfða- boðum til nýrra eggjahvítuefna. Líkja má lögun DNA- sameindar við kaðalspotta og hafa nú komið í ljós ótal auðir eða þöglir þættir hér og þar á DNA-sameindinni. Einhvern veginn eru þessi auðu bil gerð óvirk og fyllt um leið og erfðaboðum er fleytt áfram. Svo virðist sem einhver feikna flókin ritskoðun eigi sér stað í sameinda- kerfinu, ferli sem menn höfðu enga hugmynd um fyrir nokkrum árum. Uppgötvun þessi mun laða fram margar spurningar og verða upphaf viðamikilla rannsókna. Sameindalíffræðing- ar munu reyna að komast að þvi nákvæmlega, hvernig þessi óvirku bil eru tekin úr sambandi og reyna að finna hvaða efnahvatar eru að verki. Þeir munu kanna eðli til-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.