Morgunn - 01.12.1982, Page 71
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA“:
(5. þáttur)
ÞÓR JAKOBSSON:
LJÓS — AUGU — SKYNJUN
Það er logn og heiðríkja, vor — og björt sólin yfir Snæ-
fellsjökli endurspeglast í Faxaflóanum, sem blasir við úr
glugga mínum. Birtan er skær og nú þegar sólin hnígur
til viðar smám saman heldur hún hætti sínum, skiptir lit-
um og roðnar. Ekkert lát er þó á gjafmildi hennar.
Logagylltur hafflöturinn lýsir eins og af sjálíum sér, og
ég sé ströndina nær, hús, bíla, garðinn og köttinn Castró,
sem situr í gluggakistunni hérna rétt við skrifborðið, og
gáir út: er víst að velta því fyrir sér hvort hann ætti að
bregða sér út og á leik við bröndóttan kunningja sinn, sem
staddur er úti í garði. Skottið sveiflast til og frá.
Þannig ber ýmislegt fyrir augu, mín augu og augu
Castró litla í glugganum. Ljósgeislar með upphaf sitt í
voldugri sól, kastast stað úr stað, brotna í sífellu og ómæl-
anlegt brot af ofgnótt sólarljóssins hafnar nú í augum
mínum og hins loðna vinar míns. Við fáum sinn hvorn
skammtinn og með honum þau tíðindi úr heiminum um-
hverfis, sem okkur þykja markverðust. Hann sér hvorki
Snæfellsjökul né endurskin sólarinnar í Faxaflóa, en lítið
veit ég um það sem bærist úti í garði og vekur öðrum grun-
semdir um óboðna gesti í felum bak við tré og inní runnum.
Þannig hafa okkur báðum hlotnast undursamleg tæki til