Morgunn - 01.12.1990, Side 13
MORGUNN____________________________Að hafa huRrckki til að syr^ja
SR: Telur þú að allir syrgi á sama hátt?
JT: Alls ekki. Ég hef hitt fólk sem þegar er í sorg eftir lát
ástvinar en verður síðan allt í einu fyrir áfalli þegar sorgin
slær það á nýjan hátt. Ég hef séð fólk sem virðist skipulagt
um tíma eftir missi en hrakar svo síðar. I starfi mínu hef ég
orðið vitni að nánast öllum mögulegum útgáfum sorgar. Ég
held að við gerum alvarleg mistök með því að setja niður
einhvern staðal fyrir því hvernig upplifa eigi sorg. Það
mikilvæga í þessu er að sorgarferillinn er heilbrigður. Þegar
við verðum fyrir missi, þá þurfum við að syrgja og finna til
allra þessara tilfinninga, sársauka, sorgar, reiði og eftirsjár.
Það er það sem hjálpar okkur til þess að jafna okkur aftur.
Hið sérstaka eðli sorgarferilsins er samt sem áður breyti-
legt frá persónu til persónu, allt eftir því sambandi sem var
á milli viðkomandi og þess látna. Eitt sem ég hef alltaf áhuga
á að athuga er hversu náið sambandið var fyrst og fremst.
Mér lærist það æ betur að þegar þú hefur elskað einhvern
einlæglega - þegar þú hefur sagt og gert allt það sem var að
segja og gera - þá er auðveldara að skilja við þá. Það er aftur
annað mál með sambönd þar sem eftir eru mörg óuppgerð
og óleyst mál. Það eru samböndin sem svo erfitt er að slíta.
SR: Er þó ekki tilfólk sem einjaldlega syrgir ekki? Ég er ekki að
vísa til fólks sem felur eða afiieitar sorg sinni, heldur heilbrigðs
fólks sem sættir sigauðveldlega við dauðann?
JT: J ú, f áeinir. Ég hitti eitt sinn konu sem virtist hafa mikinn
skilning og viðurkenningu á dauðanum. Þegar dótturdóttir
hennar lést í slysi, þá var hún sorgmædd en hún syrgði ekki.
Hún sagði mér að hún liti svo á að „fyrir handan" væri betri
staður en sá sem við dveldum á, svo henni fannst dauðinn
ekki yfirþyrmandi sorglegur. Hún kvaðst myndu sakna
dótturdóttur sinnar en hún gæti ekki syrgt hana.
JR: Burtséðfrásvona undantékningartilfellum, þá er tilfólk sem
syrgir ekkialmennilega. Þú kallar það„árangurslausa" sorgíbók
11