Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Page 23

Morgunn - 01.12.1990, Page 23
MORGUNN Rósa Nokkrir mánuðir liðu (og ég var rétt að byrja að sjá ljós lífsins aftur) þegar önnur miðaldra vinkona mín veiktist og dó. Ég hafði oft kallað hana „litlu systur mína" og nú var hún horfin. Þá varð þriðji vinurinn, og sá sem ég hafði deilt með æsku og síðar gleði og sorgum fullorðinsáranna, veikur, lá í dauðadái í mánuð og skildi síðan eftir sig niðurbrotna fjöl- skyldu. Ég var nánast að missa móðinn eftir missi þessara dýr- mætu vina minna þegar nýtt áfall skall yfir. Ástkæra og blíða kisan okkar hvíta fór að éta minna og minna. Við héldum að hún væri með einhverja tímabundna magakveisu og báðum dýralækninn að kíkja á hana. Hann hristi höfuðið dapurlega og tilkynnti okkur það álit sitt að hún væri þegar komin á síðari stig sjúkdóms sem gjarnan herjaði á eldri ketti. „Hún á sennilega eftir u.þ.b. viku," sagði hann. Við mað- urinn minn störðum á hann skelfingu lostin. Hvað var hann að tala um? Vissulega hafði hún horast eitthvað en hún hafði virst fullkomlega heilbrigð allt þar til fyrir nokkrum dögum þegar hún hætti að vilja éta. Þá tóku við tvær ömur- legar vikur þar sem við leituðum álits annarra dýralækna sem allir staðfestu niðurstöðu þess fyrsta. Og áður en varði, þá var þessi blíði og ástkæri félagi okkar líka farinn. Margir mánuðir liðu og ég var enn að glíma við heilsuleysi, leiða og erfiðar tilfinningar. „Ég veit að ég er sjálfselsk í sorg minni," hugsaði ég. „Ég forðast ekki aðeins fólkið í kringum mig, heldur er líka mögulegt að ég sé að gera látnum vinum mínum brottförina erfiða." Með sjálfri mér hafði ég fyrir löngu viðurkennt þá rökréttu staðreynd að við værum öll á ferðalagi eilífs lífs. Ég var farin að trúa því að við myndum að loknu þessu lífi flytja til víðfeðmari og fallegri víddar. En nú á þessum sorgartíma voru tilfinningar mínar tættar og hugsanir óvissar. Ég ákvað að berjast gegn þunglyndi rnínu með því að bjóða fáeinum ættingjum og vinum til kvöldverðar og taldi að með því að skemmta öðrum, þá tækist mér að lífga svolítið upp á tilveruna hjá sjálfri mér. Þetta kvöld tókst mér 21

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.