Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Síða 64

Morgunn - 01.12.1990, Síða 64
Spíritismi og dultrúarhreyfingar á fslandi MORGUNN Mjög kristnir......................60% Ekki eins kristnir en þó trúaðir...48% Eitthvað trúaðir...................36% Trúlausir.................aðeins færri Trúarþátturinn hefur mjög rnikið að segja í hamingjunni. Hvað varðar viðhorf til vísinda og tækni eftir trú og hvort menn töldu að tæknin ætti eftir að hafa góð áhrif á mannlífið í framtíðinni, þá kom í ljós að 71% eða 3/4 aðspurðra töldu að hún ætti eftir að hafa góð áhrif. Þó er rétt að hafa í huga að svona niðurstöður má ekki taka hráar, þær þarf að túlka og er það mikið verk. Skýringin á því hversu mikill munur virðist vera á afstöðu Islendinga til þessara hluta er sú hversu spíritisminn hefur meiri áhrif hér en annars staðar. Að lokum: Sögu Sálarrannsóknafélagsins og spíritismans má skipta í ákveðin tímabil:, eftir viðmiðun við ákveðin tímabil í sögunni. Upphafið er árið 1903 þegar Einar Kvaran tekur að fræða vini sína um bók Mayers og hefja rannsóknir, stofnað er tilraunafélagið og hefst þá 1. tímabilið, sem var tímabil átaka. Það stendur yfir þar til félagið fellur út með andláti Indriða miðils. Þá upphefst neðanjarðarstarfsemi. í þessu var miðillinn miðpunktur starfsins. Tímabil 2 hefst upp úr 1914 þegar Haraldur Níelsson hóf að predika spíritisma í Fríkirkjunni. Mikill uppgangur var á þessu tímabili en það stóð til 1930, og þá varð spíritisminn að viðurkenndri stefnu. Blöð hættu að gera hann hlægileg- an og það fer að þykja að vera fínt að vera í þessum félögum, Sálarrannsóknafélaginu og Guðspekifélaginu. Listamenn og skáld tóku að hneigjast að þessari stefnu. En þetta tímabil einkennist líka af varfærni og því að leiðtogarnir voru á móti innlendum miðlum. Fáir fundir voru haldnir. Einstaka með- limír fengust á fundi en þeir voru lítið á vegum félagsins. Forsvarsmenn félagsins vildu halda uppi fræðslu og upp- lýsingum, þ.e. halda félaginu undir merkjum vísindanna. A fjórða áratugnum upphefst nýtt skeið. Þá kemur upp leiðindamál sem leiðir til málaferla. Leiðandi menn, svo sem 62

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.