Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Side 63

Morgunn - 01.12.1992, Side 63
MORGUNN Úr nýjum bókum reyndi að hlusta eftir hvað hún sagði. Smátt og smátt varð mér ljóst að hún var að tala við einhvern annan en mig. Hún var hrædd, en um leið reið við þann sem hún talaði við. Samhengi fékk ég ekki í samtalið. Skyndilega jukust kvalirnar svo höfuðið nötraði enn meira en áður. Þetta ástand varaði í eina til tvær mínútur, en þá var eins og slökkt væri á henni. Ég fékk verk fyrir hjartað af ótta, hallaði mér að vitum hennar og komst að því að hún andaði ekki. Enginn hjartsláttur, enginn púls. Örvænting greip mig, ég átti að kunna hjartahnoð og reyndi það en gekk illa. Ætlaði að reyna blástursaðferð, og þá tók hún lítils háttar viðbragð. Ég talaði til hennar, og hún gaf merki um að hún heyrði til mín. Smátt og smátt lagaðist andardrátturinn, og hún féll í þungan svefn. Vakað var yfir henni þessa nótt, og morguninn eftir vaknaði hún örþreytt. Nú gengu í garð erfiðir dagar þar sem allt virtist von- laust. Eitt var þó nýtt fyrir okkur, Jóhanna virtist vera í sambandi við aðrar verur en jarðneskar. Við fórum að rifja upp þau fræði og við hvaða fólk væri best að ræða. Einar á Einarsstöðum var látinn, en til hans hafði veriö leitað fyrst eftir að veikindi Jóhönnu hófust. Við vissum að sr. Sigurður Haukur var mikill vinur Einars, og því reyndum við að ná til hans. Það gekk ekki því sr. Sigurður var í leyfi. Er jólafríinu lauk hóf Jóhanna skólagöngu sína á ný. Strax í fyrstu vikunni fékk hún slæmt kast, og virtist algjört vonleysi hafa náð tökum á henni. Hún sagði við vinkonu sína, sem hafði reynst henni afar vel, að hún væri að kveðja því hún færi af þessari jörð innan skamms. Nú varð að leita aðstoðar miðla eða fá á því skýringar sem var að gerast. Við vorum fyrst nú búin að átta okkur á því að hér var um eitthvað að ræða sem læknar eða venjulegt fólk réð ekki við. Þá kom upp í hugann að um 61

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.