Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 44

Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 44
Þjónusta englanna MORGUNN III. Eftir að ég hafði misst föður minn, settist biksvört örvænting að sál minni. Tilfinningar mínar voru eins og steinrunnar. Mér var jafnvel neitað um þá huggun að geta grátið. Ég herti hjarta mitt gegn guði. Ég sagði: „Guð mundi aldrei hafa verið svo grimmur að taka föður minn frá mér, svo að enginn guð er til." Ég hætti að fara í kirkju og gaf mig dapurlegustu hugsunum á vald. Tök þeirra á mér urðu fastari við aðrar sorgir og raunir, sem að mér steðjuðu. Eftir andlát föður míns kom það upp úr kafinu, að maður, sem hann hafði talið vin sinn og trúað fyrir fjármunum sínum, hafði eytt þeim og ekkert var eftir handa börnum hans. Bróðir minn réð af að vinna fyrir okkur báðum, fór til breskarar nýlendu og drukknaði þar. Sú frændkona mín, sem mér þótti vænst um, andaðist. Taugar mínar biluðu og ég lá lengi veik. Ég var sannfærð um, að lífið hefði ekkert mér að bjóða, sem vert væri að lifa fyrir og ég hafnaði öllum tilraunum til þess að veita mér huggun og hughreystingu. Hér um bil tveim árum eftir lát föður míns fékk frændi minn, sem ég dvaldist þá hjá, mig til þess að fara með sér að heimsækja skyldmenni okkar, sem var forstöðukona fyrir stórum spítala. Hann gerði sér von um, að þetta kynni að verða til þess að ég færi að gera hjúkrun mér að atvinnu, því að hann var sannfærður um að ég mundi aldrei fá heilsuna aftur ef ekki væri unnt að koma inn hjá mér áhuga á neinu sem sneri hugsunum mínum frá sjálfri mér. Forstöðukonan gaf mér leyfi til að vera nokkurn hluta hvers dags í sjúkrastofunum. Þá fór ég að veita starfi húkrunarkvennanna athygli. Að taka eftir því með hve mikilli leikni, varfærni og þolinmæði þær þjónuðu þeim,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.