Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 32

Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 32
Á andlegu ferðalagi MORGUNN eigum við að segja, já námsefni fyrir byrjendur í andlegum málum. í hinu veraldlega lífi þykir sjálfsagt að nýnemi setjist í fyrsta bekk og hann fær þar öll þau gögn sem honum eru talin henta, síðan tekur annar bekkur við og þar fær hann önnur og erfiðari gögn, o.sv.frv. I andlegum málum er hér mikil brotalöm á, mér sýnist svo að það séu nánast engin gögn til fyrir byrjandann en þeim mun meira fyrir þá sem lengra eru komnir og byrj- andinn á því varla samleið með. Hvort ég er fær um að bæta hér úr er ekki mitt að dæma um, það eigið þið lesendur góðir að gera og það hefur hvarflað að mér hvort það væri fráleit hugsun að þið, sem eruð að byrja, eða hafið spurningar í huga ykkar sem þið telduð gott að fá svör við, kæmuð þeim á framfæri við Morgunn eða bara undirritaðan, svo að hægt væri að taka þær hér til meðferðar. Þessi ferð sem hér er farin er ólík venjulegum ferðum að því leiti að það má segja að hún sé huglæg og svörin því á þeim nótum. Og ég sé ekki betur en hér hafi myndast góð spurning. Hvað merkir orðið huglægt? Huglægt er allt sem við hugsum okkur, við t.d. förum ekki hefðbundna ferð hér heldur hugsum okkur að við séum að stíga inn í andlegan heim. Vegna þess að síðan ég reit fyrri grein mína um þessa ferð hafa margir, sem ekki hafa kynnst mikið andlegum málefnum, spurt mig hvernig standi á því að sumir sem í návist þeirra koma virðast draga frá þeim kraft. Þetta fólk segir gjarnan að það hafi spurt ýmsa sem þeir viti að fáist við andleg mál um þetta. Ein kona nefndi hér til reyndan miðil og þar, eins og hjá öðrum, hafi svörin verið: „Þú þarft bara að loka og verja þig." En loka hverju og verja hvað? Við því fáum við engin svör. Þessar spurningar um „lokun og vörn" eru að mínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.