Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Side 53

Morgunn - 01.12.1992, Side 53
Kolbrún Hafsteinsdóttir: Skýrsla forseta fyrir starfsárið 1991-1992, flutt á aðalfundi félagsins í maímánuði 1992. Góðir félagar. Nú er 73. starfsári Sálarrannsóknafélags íslands að ljúka. Starfsemin í vetur hefur verið öflug sem endranær. Margir góðir erlendir miðlar hafa komiö til starfa. Ray Williams frá Wales starfaði í september og apríl, hann var með einkafundi, bæði hefðbundna og dáleiðslufundi, einnig var hann með námskeið í notkun Tarot-spila og annað þar sem hann kenndi notkun pýramítaorku. Einnig hélt hann fjöldafundi og svo kallaða „spíritista- messu." Zena Davis, einnig frá Wales, starfaði í nóvember og rnars. Hún hélt einkafundi, fjöldafundi og var einnig með námskeiö þar sem hún kenndi m.a. meðferð steina og kristalla við heilun. Coral Polge og Bill Landis frá London störfuðu í maí. Coral er svo kallaður „teiknimiðill." Þau voru með fjölda- og einkafundi. Þau unnu saman á fjöldafundunum en sitt í hvoru lagi á einkafundunum. Islenski miðillinn Þórunn Maggý Guömundsdóttir starfaði hjá félaginu þrjá daga í viku, einnig hélt hún fjöldafundi. Hjá S.R.F.Í. störfuöu sjö manns við heilun, allir útskrif- aðir frá Christian Spiritualist Society í Wales. Þau voru: 51

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.