Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 47

Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 47
MORGUNN Þjónusta englanna IV. Oánægjulífið, lífið, sem mér fannst ég hafa lifað svo lengi, þó að það hefði í raun og veru verið lítið meira en tvö ár, virtist hafa yfirgefið mig. Hugsanir mínar, sem höfðu snúist um mína eigin sorg og eymd, fóru að komast inn á nýja farvegi. Ég fór að koma auga á annars konar líf, líf, sem gæti verið öðrum til einhvers gagns. Ég gat aftur beöist fyrir, ég gat aftur gefið mig á vald hinum mildu áhrifum frá mínum ósýnilega ráðgjafa. Og eins og viðkvæði í einhverju áleitnu lagi komu þessi orði til mín aftur og aftur: „Ég mun hugga þig og fá þér verk að vinna fyrir mig." Þetta verk var alveg við höndina. Ég var tekin á spítal- ann til reynslu. Ég gegndi skyldum mínum með ánægju, og þegar ég var að reyna að lina þjáningar annarra manna, öðlaðist ég þá blessun að gleyma sjálfri mér. Návist míns ósýnilega verndara varð mér verulegri og ég varð næmari á hans ljúfu leiðsögn. Oft var ég mér þess meðvitandi, að mér væri hjálpað til að vinna þau verk, sem mér fundust ofurefli líkamlegum kröftum mínum, og að mér væri aftrað frá því að fara rangt að í ákefðinni eftir að hjálpa einhverjum vesölum sjúklingi. Mér fannst stundum fljótræðishreyfingum mínum væri haldið í skefjum með því að aftrandi hönd væri lögð ofan á hönd- ina á mér. í önnur skipti fannst mér rödd hvísla í eyra mér: „Nei, gerðu ekki það, gerðu þetta." Og samstundis vissi ég, hvað rétt var að gera, og hvernig ætti að gera það. bað eru nokkrar hliðar á spítalastarfi, sem gestir, er snöggvast korna inn og sjá aðeins sjúklingana í táhreinum og snotrum rúmum, vita ekki neitt um. Sumt af því, sem hjúkrunarkonan sér, og sumt af því, sem hún verður að 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.