Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 72

Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 72
Úr nýjum bókum MORGUNN sker sem Kolbeinn heitir, áður en við beygjum inn undir Berufjörðinn. Vissi ég alveg upp á hár hvenær við fórum framhjá skerinu. Svo veit ég að við erum komnir inn í Berufjörðinn. Þá vandast nú málið. Innsiglingin er með- fram stórgrýttum fjörutanga öðru megin og tveir blind- boðar á hina. En á milli boðanna er nóg dýpi, ef farið er þvert, og innri boðinn er mjög stutt frá bryggjunni. Aldrei var slegið af, nema þegar við fórum í gegnum klettagilið. Þá fer ég að hugsa, að nú verði vandi að komast með- fram fjörutöngunum, en allt í einu segi ég stýrimanninum að fara hart í bak, og hann snerist eins og skoppara- kringla. Förum við svo tvær til þrjár skipslengdir. Hart í stjórnborða, hrópa ég þá, og förum áfram tvær til þrjár skipslengdir, án þess að sjá nokkuð. Áfram um skips- lengd, og þá sjáum við fyrst bjarma fyrir ljósum á bryggj- unni. Nú er ég sá eini á skipinu, sem hafði verið uppi allan tímann. Fannst mér ég vera jafnbrattur og þegar ég lagði af stað. En þegar við erum vel hálfnaðir að binda við bryggjuna, þá fann ég að veran fór frá mér, og þá fann ég að ég var illa slæptur, og var feginn að leggja mig. Áður sendi ég tvo menn af stað með lækninn, og sást ekkert fyrir kafaldsbyl. Sagði þeim að vekja upp í fyrsta húsinu, sem þeir rækjust á, og fá tilsögn þar, um hvar konan væri. Þeir komu þangað klukkan hálf þrjú inn á gólf til kon- unnar, og gat læknirinn bjargað henni. í bakaleiðinni sagði hann mér, að ef þeir hefðu komið tveimur tímum seinna, hefði konan örugglega verið dáin. „Á ég að segja þér hvað ég hafði upp úr þessari ferð?" spurði Eiríkur Kristófersson mig eftir frásögn sína. „Hvers manns háð og spott," bætti hann við. „Menn sögðu mig hafa verið að leika mér að lífi ellefu manna og skips, og fékk ég ósparaða skömm fyrir. Seinna hitti ég mann úr Hornafirði og spurði hann að því hvað hefði 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.