Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Page 64

Morgunn - 01.12.1992, Page 64
Úr nýjum bókum MORGUNN jólin komu hjónin Ása Jörgensdóttir og Einar Guðmunds- son úr Reykjavík í kaffi til okkar. Er þau komu lá bók um dulræna reynslu á eldhúsboröinu, en þá bók hafði ég gefið konu minni í jólagjöf. Ása tók bókina upp og spurði hvort við læsum svona. Eg svaraði því til að það væri ekki mikið, en að við heföum áhuga á því að kynnast þessum fræðum betur. bessi atburður varð til þess að við ákváðum að hringja í Ásu, og spyrja hana hvort hún þekkti ekki einhvern með dulræna hæfileika, sem gæti hjálpað Jóhönnu. Eg tel að okkur hafi verið leiöbeint á þessari stundu, því Ása var einmitt sú sem gat hjálpað okkur. Viðbrögð henn- ar voru þau er hún hafði heyrt erindið að hér væri um alvarlegt mál að ræða og að hún ætlaði strax að hringja í Þórunni Maggý Guðmundsdóttur miðil. Ekki leið langur tími þar til Ása hringdi aftur og hafði þá náð í Þórunni sem var mjög upptekin að venju. Þórunn hafði þó sagt að hún ætlaði að skoða aðstæður, og vildi hún vita hvar her- bergi Jóhönnu væri í húsinu, og að hún yrði þar inni á ákveðnum tíma um kvöldið. Jafnframt gaf hún ýmsar leiðbeiningar sem gátu hjálpaö í bili. Daginn eftir hringdi Þórunn og úrskurðurinn var skýr: Jóhanna var mjög opin eins og hún sagði og gátu framliðnir nýtt sér hana til að ná sambandi og því miður eru það þeir sem eru i erfiðleikum sem nota sér þennan veikleika. Þórunn spurði hvort Jóhanna hefði fengið höfuðhögg, dottið eða meitt sig. Það stóð heima. Hún hafði dottið af hestbaki skömmu áður en veikindin hófust. Þórunn sagði að slysið hefði orsakað gat á áruna og að það þyrfti að laga. Einnig taldi hún rétt að Jóhanna hætti á Laugum og færi heim. Átti hún síðan að koma til Reykjavíkur til Þórunnar svo að hún gæti lokað henni. Jafnframt gaf hún okkur nýjar leiðbeiningar til að fara eftir þá daga sem Jóhanna yröi heima áður en hún færi til Reykjavíkur. ' 62

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.