Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Side 7

Morgunn - 01.12.1992, Side 7
morgunn Ritstjóraspjall Og ætti þetta ekki að vera nákvæmlega eins hvað varðar lífsgöngu okkar hér á jörð. Það álít ég vera. Við erum í ákveðnum aðstæðum nú á þessu augnabliki. Þær geta vissulega ýmist verið góðar eða slæmar og raunar á öllum stigum þessara hliða. Sumt er allt að því óbærilegt. En því ekki að staldra við og íhuga málið. Er eitthvað sem ég get breytt? Hvað með minn frjálsa vilja? Stundum er kannski fátt til ráða annað en að reyna að breyta viðhorfi sínu til ríkjandi aðstæðna, séu þær t.d. erfiðar og neikvæðar. Reyna að sjá eitthvað jákvætt í þeim, þó það geti vissulega oft verið erfitt. Það að planta nokkrum //plúsum" í viðhorfið getur opnað fyrir jákvætt orku- streymi, sem gefur kraft og meiri baráttuvilja. Það eitt gæti t.d. verið fyrsta skrefið til eigin breytinga á ríkjandi aðstæðum. Við getum líka hugsað okkur að við séum á ferð í litlum kajak í straumhörðu fljóti. Við tökum þá ákvörðun að vilja ekki láta berast stjórnlaust þangað sem straumur þess kann að bera okkur. Og hvaö er skynsamlegast að gera í því efni til þess að ná landi sem fyrst? Reynum við aö róa gegn straumnum? Nei, ekki er líklegt að það tæk- ist. Myndum við róa þvert á hann og reyna þannig að komast stystu leið að landi? Nei, ekki ef við látum skynsemina ráða. Kajaknum myndi mjög líklega hvolfa ef þetta yrði reynt. Hvað gerum við þá? Jú, við látum berast áfram með straumnum en mjökum okkur smám saman nær landi þangað til því er náð. Niðurstaðan er því: Við getum haft áhrif, ekkert er algjörlega fyrirfram markað ef vilji okkar stendur til annars. Það getur verið að stundum sé einungis hægt að taka fá °g stutt skref í einu og að það taki talsverðan tíma að sjá arangur. En það hefst ef vilji er fyrir hendi. Dropinn holar steininn. 5

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.